Lífið

Friðrik á forsíðu Berlingske

Friðrik prýðir forsíðu og opnu í aukablaði Berlingske, AOK.
Friðrik prýðir forsíðu og opnu í aukablaði Berlingske, AOK.
„Þetta er auðvitað mjög skemmtilegt enda Berlingske stórt blað," segir athafnamaðurinn Friðrik Weisshappel, sem búsettur er í Kaupmannahöfn.

Hann er á forsíðu danska stórblaðsins Berlingske Tidende og prýðir risastóru opnu í aukablaði þess, AOK, en það er einnig stærsta netsvæði Danmerkur. Hér má lesa viðtalið við Friðrik á vef AOK.

Forsíðan góða.
Fyrirsögnin gæti ekki verið jákvæðari í garð Friðriks; „íslenskt kaffihús slær í gegn, Kaupmannahafnabúar elska Laundromat Café þar sem brosmildi og börn eru velkomin." Inní blaðinu er síðan flennistór grein þar sem haft er eftir Friðrik að maður megi aldrei slátra sjarmanum.

Friðrik rekur nú tvö kaffihús í Kaupmannahöfn og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir. Annað kaffihúsið leikur meðal annars stórt hlutverk í sjónvarpsþáttunum Lykke sem sýndir eru á dönsku ríkissjónvarpsstöðinni. Friðrik hefur jafnframt opnað útibú í Austurstræti og segir viðtökurnar hafa farið fram úr sínum björtustu vonum. Þeir séu að sníða síðustu vankantana af.

„Framkvæmdastjórinn er búinn að vera fastur í uppvaskinu frá opnun nánast og hefur misst fimm kíló á hlaupunum," segir Friðrik sem hefur jafnframt bætt við fjórum kokkum og er á höttunum eftir fleiri þjónum. „Ég vil bara biðja þá sem lent hafa í biðtíma þúsund sinnum afsökunar og þakka þeim kærlega fyrir þolinmæðina."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×