Lífið

Drekktu betur í 400. sinn

Sjónvarpsmaðurinn verður spyrill í 400. spurningakeppni Drekktu betur.
Sjónvarpsmaðurinn verður spyrill í 400. spurningakeppni Drekktu betur.
Spurningakeppnin Drekktu betur verður haldin í 400. sinn á Gallery Bar 46 á Hverfisgötu í kvöld. Mjög vegleg verðlaun verða fyrir fyrstu þrjú sætin. Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson verður spyrill kvöldsins og stendur keppnin yfir milli klukkan 18 og 21. Drekktu betur var áður haldin á skemmtistaðnum Grand Rokki en flutti sig yfir á Bar 46 á síðasta ári þegar Grand Rokk lagði upp laupana. Á meðal þekktra spyrla í keppninni undanfarin misseri eru fréttamaðurinn Sveinn Guðmarsson og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.