Viðskipti innlent

Alcan ofrukkað um 67 milljónir

Vatnsveitan mátti ekki endurákvarða gjald á álverið.
Vatnsveitan mátti ekki endurákvarða gjald á álverið.
Innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað að Vatnsveita Hafnarfjarðar hafi með ólögmætum hætti lagt gjald á Alcan vegna notkunar álversins í Straumsvík á köldu vatni. Alcan greiddi um 67 milljónir króna í júlí 2009 vegna endurskoðunar á vatnsgjaldinu fyrir árin 2005 til 2009. Fyrirtækið gerði þó þann fyrirvara að það taldi álagninguna ekki eiga sér stoð í lögum og krafðist endurgreiðslu þegar í stað. Málið endaði hjá innanríkisráðuneytinu sem segir Vatnsveituna ekki hafa mátt endurákvarða vatnsgjaldið með afturvirkum hætti. Vatnsveitan eigi að endurgreiða Alcan hið ofgreidda gjald. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×