Viðskipti innlent

Írar tapa á fasteignabólunni

Frá fundinum Sökum efnahagslegrar óstjórnar á Írlandi á árum áður var landið nefnt „veiki maðurinn í Vestur-Evrópu,“ segir Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valli
Frá fundinum Sökum efnahagslegrar óstjórnar á Írlandi á árum áður var landið nefnt „veiki maðurinn í Vestur-Evrópu,“ segir Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valli
Kostnaður hins opinbera við að forða Seðlabankanum frá gjaldþroti eftir bankahrunið veldur því að beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna taps í fjármálakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er álíka mikill og það kostar Íra að bjarga bönkunum.

Þetta kom fram í máli Gylfa Magnússonar, dósents við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags og viðskiptaráðherra.

Gylfi var með erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann fór yfir muninn á afleiðingum efnahagshruns landanna.

Gylfi benti á að sökum þess að írska ríkisstjórnin hafi ábyrgst bankakerfið fremur en innstæður í bönkum líkt og hér og láta kröfuhafa taka á sig afskriftir, verði írska ríkið að öllu óbreyttu að taka á sig tugmilljarða evra tjón vegna væntanlegra tapaðra útlána bankanna til fasteignaverkefna. Þetta geti valdið því að áhætta írska ríkisins á næstu árum sé af þeim sökum mun meiri en þess íslenska. Þá sagði Gylfi írska hagkerfið illa farið eftir hrunið og líkur á að það muni safna skuldum út áratuginn. Á sama tíma er gert ráð fyrir að hið opinbera hér skili afgangi árið 2013.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×