Viðskipti innlent

Góð kaup í hlutabréfum

Hlutabréf eru talin vænlegur fjárfestingarkostur á árinu. Fréttablaðið/Stefán
Hlutabréf eru talin vænlegur fjárfestingarkostur á árinu. Fréttablaðið/Stefán
Líkur eru á meiri hækkun á hlutabréfamarkaði en með kaupum á skuldabréfum og vöxtum á innlánsreikningum, samkvæmt spá Íslenskra verðbréfa um horfur og fjárfestingarkosti á árinu. Taldar eru meiri líkur á hóflegri veikingu krónunnar en styrkingu en það hefur áhrif á ávöxtun erlendra og verðtryggðra eigna.

Í spánni segir að innlendur hlutabréfamarkaður sé þjakaður af fáum valkostum. Þeir fáu kostir sem kunni að bjóðast á árinu geti hækkað nokkuð. Vitnað er til þess að fjárfesting og neysla á heimsvísu er á uppleið og hafi það alla jafna jákvæð áhrif á hlutabréfaverð. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×