Viðskipti innlent

Jarðhitaréttindi seld í Kaliforníu

Dótturfélag OR selur jarðhitaréttindi í Bandaríkjunum á 500 milljónir. Fréttablaðið/Vilhelm
Dótturfélag OR selur jarðhitaréttindi í Bandaríkjunum á 500 milljónir. Fréttablaðið/Vilhelm
Orkuveita Reykjavíkur (OR) undirritaði fyrir helgi viljayfirlýsingu um sölu dótturfyrirtækis síns, REI, á jarðhitaréttindum í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Kaupandinn er Nevada Geothermal Power og er söluverð alls 4,15 milljónir dala, eða tæpur hálfur milljarður króna.

Í tilkynningu frá OR segir að nýir eigendur hyggist nýta sér reynslu og þekkingu sérfræðinga OR við uppbyggingu á jarðhitanýtingu á svæðinu, en hvorki OR né dótturfélög munu fjárfesta í verkefnunum.

Búist er við að sölusamningur verði frágenginn í mars. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×