Bráðnauðsynlegar breytingar á náttúruverndarlögum Snorri Baldursson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. Þótt ég sé efins um að þetta sé rétt mat hjá talsmönnunum þá vildi ég óska að svo væri. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti trjá- og skógrækt heldur vegna þess að skógræktarstarf Íslendinga er löngu gengið út í öfgar. Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr. Í skógræktinni ægir saman ósamstæðum markmiðum, tegundum og aðferðum í einum allsherjar hrærigraut sem kallaður er „blandskógur" og á sér enga fyrirmynd í gervöllu ræktunarstarfi jarðarbúa. Í blandskógum landsins vaxa saman íslensk ilmbjörk, sitkagreni, ösp og stafafura frá Alaska, síberískt lerki, blágreni frá norðvesturhluta Bandaríkjanna, bergfura frá Pýreneafjöllunum og rauðgreni frá Noregi svo eitthvað sé nefnt. Þótt birki sé upphaflega drjúgur hluti af þessu hanastéli skógræktarinnar lætur það í minni pokann eftir nokkra áratugi þegar hinar stórvöxnu tegundir vaxa því yfir höfuð. Eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi. Hundruðum milljóna af ríkisfé er varið til að breyta ásýnd og náttúru landsins á þennan hátt. Á krepputímum fara yfir 700 milljónir af ríkisfé í þetta sérkennilega verkefni. Af hverju er ekki frekar reynt að liðka fyrir friðun lands svo að birkiskógurinn vaxi aftur, algerlega hjálparlaust, eins og hann er að gera hvar sem land fær að vera í friði fyrir búfé í nokkur ár? Á Skeiðarársandi er að vaxa upp fleiri hundruð hektara skógur af fræi sem fokið hefur úr Skaftafellsheiðinni. Sá skógur kostar okkur skattborgara ekki krónu, hann er náttúrulegur, fellur að landinu og er unun á að horfa. Svona getum við leyft birkiskóginum að endurnýja sjálfan sig um allt land. Þannig getum við sparað nokkur hundruð milljónir, endurheimt forn landgæði og stuðlað að náttúruvernd. Það er líka hægt að nota milljónirnar til að styrkja félög og landeigendur sem vilja koma upp birkilundum til að flýta þessari sjálfgræðslu, höggva niður barrtré í úthaga þar sem þau eru lýti í landslagi eða moka ofan í framræsluskurði sem víða eru til óþurftar. Þeir sem áhuga hafa á ræktun stórviða sér til skemmtunar eða nytja eftir hundrað til tvö hundruð ár geta gert það áfram fyrir eigin kostnað á afmörkuðum ræktarlöndum sem skipulögð eru til slíkra hluta. Ég er varla einn um að finnast það algerleg galin langtímafjárfesting hjá þjóð að umturna náttúru eigin lands fyrir mögulegan arð af timbursölu eftir hundrað ár. Hvaða leyfi höfum við til að umbylta náttúrunni sem þjóðinni var gefin í vöggugjöf og spjarar sig afar vel þegar ofbeit léttir loksins og loftslag hlýnar eftir kuldaskeið litlu ísaldar? Hvaða umboð hafa talsmenn skógræktar til að hvetja til uppreisnar gegn ofur eðlilegum leikreglum svo náttúran bíði ekki stórtjón af ræktunargleðinni? Væri ekki nær að hvetja skógræktarfólk til að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn forna og önnur gróðurlendi sem tapast hafa? Þá yrðum við samherjar, ég og talsmennirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Sjá meira
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. Þótt ég sé efins um að þetta sé rétt mat hjá talsmönnunum þá vildi ég óska að svo væri. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti trjá- og skógrækt heldur vegna þess að skógræktarstarf Íslendinga er löngu gengið út í öfgar. Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr. Í skógræktinni ægir saman ósamstæðum markmiðum, tegundum og aðferðum í einum allsherjar hrærigraut sem kallaður er „blandskógur" og á sér enga fyrirmynd í gervöllu ræktunarstarfi jarðarbúa. Í blandskógum landsins vaxa saman íslensk ilmbjörk, sitkagreni, ösp og stafafura frá Alaska, síberískt lerki, blágreni frá norðvesturhluta Bandaríkjanna, bergfura frá Pýreneafjöllunum og rauðgreni frá Noregi svo eitthvað sé nefnt. Þótt birki sé upphaflega drjúgur hluti af þessu hanastéli skógræktarinnar lætur það í minni pokann eftir nokkra áratugi þegar hinar stórvöxnu tegundir vaxa því yfir höfuð. Eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi. Hundruðum milljóna af ríkisfé er varið til að breyta ásýnd og náttúru landsins á þennan hátt. Á krepputímum fara yfir 700 milljónir af ríkisfé í þetta sérkennilega verkefni. Af hverju er ekki frekar reynt að liðka fyrir friðun lands svo að birkiskógurinn vaxi aftur, algerlega hjálparlaust, eins og hann er að gera hvar sem land fær að vera í friði fyrir búfé í nokkur ár? Á Skeiðarársandi er að vaxa upp fleiri hundruð hektara skógur af fræi sem fokið hefur úr Skaftafellsheiðinni. Sá skógur kostar okkur skattborgara ekki krónu, hann er náttúrulegur, fellur að landinu og er unun á að horfa. Svona getum við leyft birkiskóginum að endurnýja sjálfan sig um allt land. Þannig getum við sparað nokkur hundruð milljónir, endurheimt forn landgæði og stuðlað að náttúruvernd. Það er líka hægt að nota milljónirnar til að styrkja félög og landeigendur sem vilja koma upp birkilundum til að flýta þessari sjálfgræðslu, höggva niður barrtré í úthaga þar sem þau eru lýti í landslagi eða moka ofan í framræsluskurði sem víða eru til óþurftar. Þeir sem áhuga hafa á ræktun stórviða sér til skemmtunar eða nytja eftir hundrað til tvö hundruð ár geta gert það áfram fyrir eigin kostnað á afmörkuðum ræktarlöndum sem skipulögð eru til slíkra hluta. Ég er varla einn um að finnast það algerleg galin langtímafjárfesting hjá þjóð að umturna náttúru eigin lands fyrir mögulegan arð af timbursölu eftir hundrað ár. Hvaða leyfi höfum við til að umbylta náttúrunni sem þjóðinni var gefin í vöggugjöf og spjarar sig afar vel þegar ofbeit léttir loksins og loftslag hlýnar eftir kuldaskeið litlu ísaldar? Hvaða umboð hafa talsmenn skógræktar til að hvetja til uppreisnar gegn ofur eðlilegum leikreglum svo náttúran bíði ekki stórtjón af ræktunargleðinni? Væri ekki nær að hvetja skógræktarfólk til að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn forna og önnur gróðurlendi sem tapast hafa? Þá yrðum við samherjar, ég og talsmennirnir.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun