Viðskipti innlent

Hagstofan spáir 2,3% hagvexti í ár

Hagstofan spáir því að vöxtur landsframleiðslu verði 2,3% árið 2011 og 2,9% árið 2012. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar fyrir árin 2011-2016 í ritröðinni Hagtíðindum.

Samkvæmt spánni munu einkaneysla og fjárfesting aukast á tímabilinu, en samneysla heldur áfram að dragast saman.

Verðbólga hefur hjaðnað árið 2010 og verður við verðbólgumarkmið Seðlabankans frá og með 2011.

Í samantek spárinnar segior að gert sé ráð fyrir að aukning fjárfestinga og einkaneyslu leiði til vaxtar í landsframleiðslu frá 2011 og út spátímann þrátt fyrir mikinn samdrátt í samneyslu árin 2011 og 2012.

Talsverður afgangur verður af vöru- og þjónustuviðskiptum, endaer ekki gert ráð fyrir að gengið styrkist mikið á spátímanum. Verðbólga, sem hefur ekki mælst lægri frá 2004, verður áfram við verðbólgumarkmið (2,5%).

Reiknað er með að atvinnuleysi minnki meðan hagvöxtur er nægur. Óvissa er þó talsverð og snýr m.a. að neyslu og fjárfestingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×