Janúarútsölurnar ekki jafn líflegar 11. febrúar 2011 08:52 Fata- og skóverslun hefur ekki náð sér á strik eftir hrun Mynd: Hari Velta dagvöruverslana í janúar jókst nokkuð frá sama mánuði í fyrra og hefur aukist að raunvirði þrjá mánuði í röð. Verð á dagvöru hefur haldist stöðugt undanfarið en hækkaði í janúar um 1,2% frá mánuðinum þar á undan. Gera má ráð fyrir frekari verðhækkunum á matvælum á næstunni vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs. Töluverður munur er á veltu milli mismunandi tegunda sérverslana. Þannig hefur fata- og skóverslun enn ekki náð sér á strik eftir hrun. Janúarútsölurnar í ár virðast ekki hafa verið eins líflegar og í fyrra þó verðlag sé svipað milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sala áfengis fer enn minnkandi og var í síðasta mánuði svipuð og um mitt ár 2005 að raunvirði og þegar leiðréttar hefur verið fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum. Verulega hefur dregið úr verðhækkunum á áfengi á milli ára en líklegt er að þær miklu hækkanir sem urðu 2009 hafi enn þær afleiðingar að minna er keypt af áfengi en áður auk þess sem ráðstöfunartekjur hafa minnkað.Húsgagnaverslanir búnar að ná botninum Ætla má að sá mikli samdráttur sem húsgagnaverslanir urðu fyrir eftir hrun hafi náð botninum. Jafnvegi hefur náðst í húsgagnasölu og dregið úr verðhækkunum með styrkingu krónunnar. Athyglisvert er að velta þeirra verslana sem sérhæfa sig í sölu á rúmum jókst í janúar um þriðjung að raunvirði milli ára. Þá varð 8,4% aukning í sölu skrifstofuhúsgagna í janúar frá sama mánuði í fyrra, en það eru líklega frekar fyrirtæki og stofnanir sem kaupa skrifstofuhúsgögn en einstaklingar. Sala raftækja hefur farið ört vaxandi frá því um mitt árið 2010 og ekkert lát varð á vextinum í janúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Velta raftækjaverslana var rúmum fjórðungi meiri í janúar að raunvirði en í sama mánuði í fyrra. Verð á raftækjum hefur farið lækkandi hvern mánuð frá því í ágúst síðastliðnum og var í janúar 10% lægra en í janúar í fyrra. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Velta dagvöruverslana í janúar jókst nokkuð frá sama mánuði í fyrra og hefur aukist að raunvirði þrjá mánuði í röð. Verð á dagvöru hefur haldist stöðugt undanfarið en hækkaði í janúar um 1,2% frá mánuðinum þar á undan. Gera má ráð fyrir frekari verðhækkunum á matvælum á næstunni vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs. Töluverður munur er á veltu milli mismunandi tegunda sérverslana. Þannig hefur fata- og skóverslun enn ekki náð sér á strik eftir hrun. Janúarútsölurnar í ár virðast ekki hafa verið eins líflegar og í fyrra þó verðlag sé svipað milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sala áfengis fer enn minnkandi og var í síðasta mánuði svipuð og um mitt ár 2005 að raunvirði og þegar leiðréttar hefur verið fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum. Verulega hefur dregið úr verðhækkunum á áfengi á milli ára en líklegt er að þær miklu hækkanir sem urðu 2009 hafi enn þær afleiðingar að minna er keypt af áfengi en áður auk þess sem ráðstöfunartekjur hafa minnkað.Húsgagnaverslanir búnar að ná botninum Ætla má að sá mikli samdráttur sem húsgagnaverslanir urðu fyrir eftir hrun hafi náð botninum. Jafnvegi hefur náðst í húsgagnasölu og dregið úr verðhækkunum með styrkingu krónunnar. Athyglisvert er að velta þeirra verslana sem sérhæfa sig í sölu á rúmum jókst í janúar um þriðjung að raunvirði milli ára. Þá varð 8,4% aukning í sölu skrifstofuhúsgagna í janúar frá sama mánuði í fyrra, en það eru líklega frekar fyrirtæki og stofnanir sem kaupa skrifstofuhúsgögn en einstaklingar. Sala raftækja hefur farið ört vaxandi frá því um mitt árið 2010 og ekkert lát varð á vextinum í janúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Velta raftækjaverslana var rúmum fjórðungi meiri í janúar að raunvirði en í sama mánuði í fyrra. Verð á raftækjum hefur farið lækkandi hvern mánuð frá því í ágúst síðastliðnum og var í janúar 10% lægra en í janúar í fyrra.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur