Viðskipti innlent

Lán hækkuðu um 500 milljarða

Eygló Harðardóttir
Eygló Harðardóttir

Vinna starfshóps sem leitar leiða í umboði stjórnvalda til að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku efnahagslífi er á lokastigi og lýkur væntanlega fyrir mánaðamót.

Þetta kom fram í máli Eyglóar Harðardóttur Framsóknarflokki, formanns starfshópsins, á Alþingi í gær. Í umræðunni kom fram hjá Lilju Mósesdóttur, Hreyfingunni, að vegna verðtryggingarinnar hefðu skuldir heimila hækkað um 500 milljarða króna eftir hrunið.

Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra sagði ríkisstjórnina stefna að því að draga úr vægi verðtryggingar en við núverandi aðstæður gæti afnám verðtryggingar orðið bjarnar­greiði við húseigendur.

Magnús Orri Schram, Samfylkingu, sagði að stöðugur gjaldmiðill væri besta leiðin frá verðtryggingu. Kostnaður Íslendinga við krónuna komi fram í hærri vöxtum og verðtryggingu sem hafi í för með sér að heildarkostnaður við 20 milljóna króna húsnæðislán til 25 ára sé 64,2 milljónir króna hér á landi en um 31,6 milljón króna í Evrópulandi. Munurinn jafngildi 105.000 krónum á mánuði í 25 ár. Gangi Ísland í ESB fáist strax aukaaðild að myntsamstarfi með fastgengisstefnu sem losi heimilin undan vaxtamun og verðtryggingu. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×