86 prósent þeirra sem misstu vinnuna vegna niðurskurðar í heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni eru konur. Sérkennilegur afrakstur fyrstu kynjuðu hagstjórnarinnar segir þingmaður.
Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra við fyrirspurn um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum vegna niðurskurðar á fjárlögum 2011.
Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framksóknarflokksins sem lagði fram fyrirspurnina sagði í viðtali við fréttstofu að þessi svör sýni að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu bitni fyrst og fremst á konum þar sem þær sinni yfirleitt umönnunarstörfum á borð því þau sem eru í boði á heilbrigðisstofnunum.
Á landsbyggðinni séu störf á þessum stofnunum auk þess oft meðal fárra tækifæra sem bjóðist háskólamenntunum konum og niðurskurður hafi því líklega í för með sér frekari atgervisflótta af landsbyggðinni. Þá sé áhugavert sé að skoða þessar niðurstöður í ljósi þess að þetta sé afrakstur fyrstu kynjuðu hagstjórnarinnar.
Meðal þess sem fram kemur í svarinu er að á Heilbrigðisstofnun Austurlands missir einn karl vinnuna en tíu konur.
Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi missa þrír karlar vinnuna en 32 konur. Á Suðurnesjum kemur ekki fram nein fækkun starfmanna á heilbrigðisstofnuninni. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða missa fjórir karlar starfið og sjö konur. Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands - missir einn karl starfið og ellefu konur.
Í Þingeyjarsýslu missa þrír karlar starfð og tíu konur á heilbrigðisstofnuninni. Á Blönduósi missir einn karl og þrjár konur störf sín. Í Fjallabyggð missir einn karl vinnuna og tíu konur.
Á Patreksfirði eru hluföllin jöfn en það missir einn karl og ein kona vinnuna. Á Sauðárkróki virðist enginn karl missa vinnuna en tvær konur. Og í Vestmannaeyjum missir enginn karl vinnuna sitt en sex konur.
Alls missa 15 karlar því starf sitt en 92 konur.
Konur 86 prósent þeirra sem misstu vinnuna
Karen Kjartansdóttir skrifar