Hvernig á ákvæðið um þjóðareign að hljóða? Bolli Héðinsson skrifar 23. febrúar 2011 11:00 Það muna e.t.v. ekki margir eftir því en vorið 2007 átti að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Ákvæðið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hugðist setja í stjórnarskrána hljóðaði svo: „Náttúrurauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda og lögaðila skv. 72.gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Þetta leyfðu stjórnmálamenn sér þá. Skyldi það vera samhljóða þessu, ákvæðið sem sömu flokkar vilja nú setja í stjórnarskrá? Orðalagið ber með sér að þar voru tæpast hugsjónamenn að setja á blað það sem þjóðinni var efst í huga heldur læðist að manni sá grunur að orðalagið hafi verið sótt eitthvert allt annað. Sátt þýðir að báðir aðilar gefa eftirÍ öllum deilum gildir að ef aðilar vilja sátt slá báðir af kröfum og mætast á miðri leið. Hagfræðingur LÍU fullyrti í grein hér í blaðinu í síðustu viku að samtök hans vildu raunverulega sátt um fiskveiðar, sem ég hafði áður dregið í efa. Svo hægt sé að staðreyna raunverulegan vilja LÍÚ til sáttar um veiðigjald ætti hann að telja upp þau atriði sem LÍU hefur verið reiðubúið að gefa eftir, allt frá því að útvegsmönnum voru afhent fiskimiðin. Ég bíð spenntur eftir þeirri upptalingu. Það málamyndaveiðigjald sem lagt hefur verið á útgerðina var ekki lagt á að undangenginni umræðu eða í neinni sátt við þjóðina heldur voru það aðeins æfingar innan eins stjórnmálaflokks. Enda er það gjald hvergi tekið alvarlega heldur einfaldlega lækkað þegar LÍÚ fer fram á ölmusu úr hendi ríkisins líkt og var á árinu 2009. Aftur til fortíðar með nýju Verðlagsráði sjávarútvegsinsÓtrúlegt er að á árinu 2011 skuli vera til samtök sem telja sig vera þess umkomin að geta samið fyrir heila atvinnugrein um sama veiðigjald sem henti öllum fyrirtækjum innan hennar. Nokkurn veginn þannig var því farið þegar fiskverð var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Í kjölfar flestra ákvarðana Verðlagsráðsins var svo gengi krónunnar fellt til að bjarga sjávarútvegsfyrirtækjunum. Hvernig halda menn að það verði ef „semja" á um verð á aflaheimildum? Afkoma fyrirtækja ræðst af aðstöðu þeirra en fyrst og fremst útsjónarsemi eigendanna. Þekking á greiðslugetu einstakra fyrirtækja er aðeins á færi fyrirtækjanna sjálfra og einfaldast að þau láti hana í ljósi með tilboðum á frjálsum markaði. LÍÚ neitaði upphaflega að taka þátt í því nefndarstarfi sem leiddi til niðurstöðu um tilboðsleiðina og einnig svokallaða samningaleið. Þeir sáu að sér og komu svo að því starfi og tóku þ.a.l. þátt í að þróa þessar tvær leiðir. Einfaldast er að spyrja eigandann, þjóðina sjálfa, hvora leiðina sem LÍÚ hjálpaði til við að þróa, þjóðin vill fara. Allt annað væri óeðlilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það muna e.t.v. ekki margir eftir því en vorið 2007 átti að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Ákvæðið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hugðist setja í stjórnarskrána hljóðaði svo: „Náttúrurauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda og lögaðila skv. 72.gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Þetta leyfðu stjórnmálamenn sér þá. Skyldi það vera samhljóða þessu, ákvæðið sem sömu flokkar vilja nú setja í stjórnarskrá? Orðalagið ber með sér að þar voru tæpast hugsjónamenn að setja á blað það sem þjóðinni var efst í huga heldur læðist að manni sá grunur að orðalagið hafi verið sótt eitthvert allt annað. Sátt þýðir að báðir aðilar gefa eftirÍ öllum deilum gildir að ef aðilar vilja sátt slá báðir af kröfum og mætast á miðri leið. Hagfræðingur LÍU fullyrti í grein hér í blaðinu í síðustu viku að samtök hans vildu raunverulega sátt um fiskveiðar, sem ég hafði áður dregið í efa. Svo hægt sé að staðreyna raunverulegan vilja LÍÚ til sáttar um veiðigjald ætti hann að telja upp þau atriði sem LÍU hefur verið reiðubúið að gefa eftir, allt frá því að útvegsmönnum voru afhent fiskimiðin. Ég bíð spenntur eftir þeirri upptalingu. Það málamyndaveiðigjald sem lagt hefur verið á útgerðina var ekki lagt á að undangenginni umræðu eða í neinni sátt við þjóðina heldur voru það aðeins æfingar innan eins stjórnmálaflokks. Enda er það gjald hvergi tekið alvarlega heldur einfaldlega lækkað þegar LÍÚ fer fram á ölmusu úr hendi ríkisins líkt og var á árinu 2009. Aftur til fortíðar með nýju Verðlagsráði sjávarútvegsinsÓtrúlegt er að á árinu 2011 skuli vera til samtök sem telja sig vera þess umkomin að geta samið fyrir heila atvinnugrein um sama veiðigjald sem henti öllum fyrirtækjum innan hennar. Nokkurn veginn þannig var því farið þegar fiskverð var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Í kjölfar flestra ákvarðana Verðlagsráðsins var svo gengi krónunnar fellt til að bjarga sjávarútvegsfyrirtækjunum. Hvernig halda menn að það verði ef „semja" á um verð á aflaheimildum? Afkoma fyrirtækja ræðst af aðstöðu þeirra en fyrst og fremst útsjónarsemi eigendanna. Þekking á greiðslugetu einstakra fyrirtækja er aðeins á færi fyrirtækjanna sjálfra og einfaldast að þau láti hana í ljósi með tilboðum á frjálsum markaði. LÍÚ neitaði upphaflega að taka þátt í því nefndarstarfi sem leiddi til niðurstöðu um tilboðsleiðina og einnig svokallaða samningaleið. Þeir sáu að sér og komu svo að því starfi og tóku þ.a.l. þátt í að þróa þessar tvær leiðir. Einfaldast er að spyrja eigandann, þjóðina sjálfa, hvora leiðina sem LÍÚ hjálpaði til við að þróa, þjóðin vill fara. Allt annað væri óeðlilegt.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar