ESA vill að fjármögnun RUV verði breytt fyrir marslok 10. febrúar 2011 11:07 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lagt formlega til að Ísland breyti fyrirkomulagi á fjármögnun Ríkisútvarpsins. Frestur Íslands til þess að bregðast við tillögum ESA er í lok mars 2011. Þetta kemur fram á vefsíðu ESA. Þar segir að markmið slíkra breytinga er að stuðla að frekara gagnsæi varðandi opinber fjárframlög til Ríkisútvarpsins og til þess að draga úr hættu á samkeppnisröskun á þeim markaði sem Ríkisútvarpið starfar. Í raun þýðir þetta að fjármögnunarfyrirkomulaginu yrði breytt til samræmis við viðmiðunarreglur ESA varðandi ríkisstyrki til aðila sem sjá um útsendingar í almannaþágu, sem samþykktar voru í byrjun árs 2010. Tillögurnar fela í sér að skilið verði á milli starfsemi Ríkisútvarpsins sem telst almannaþjónusta og þess sem lúta skal lögmálum markaðarins. Á meðal breytinganna sem ESA leggur til eru eftirtalin atriði: Að útlista nánar umfang þeirrar aðferðar sem notuð verður við útvíkkun á opinberu þjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins. Að sett verði skýr leiðbeinandi viðmið um ákvörðun gjaldskrár fyrir þjónustu sem Ríkisútvarpið veitir vegna opinberrar þjónustuskyldu sinnar, s.s. aðgang að skjalasafni Ríkisútvarpsins. Að settar verði skýrar reglur um meðferð hugsanlegrar ofgreiðslu til Ríkisútvarpsins. Að tekinn verði af allur vafi um að öll starfsemi sem fellur utan hlutverks Ríkisútvarpsins sem veitanda almannaþjónustu skuli rekin á grundvelli markaðslögmála líkt og viðmiðunarreglur ESA mæla fyrir um. ESA og íslensk yfirvöld hafa rætt þessar athugasemdir í tengslum við meðferð þessa máls. Ísland hefur nú þegar innleitt ákveðnar breytingar í kjölfar athugasemda ESA. Sem dæmi má nefna að eignarhaldi Ríkisútvarpsins hefur verið breytt og fært frá Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu til Fjármálaráðuneytisins. Með því var skilið á milli eignarhalds Ríkisútvarpsins og opinbers eftirlits með útsendingastarfsemi sem ætti að skila óháðara eftirliti með útsendingarstarfsemi Ríkisútvarpsins, að því er segir á vefsíðunni. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lagt formlega til að Ísland breyti fyrirkomulagi á fjármögnun Ríkisútvarpsins. Frestur Íslands til þess að bregðast við tillögum ESA er í lok mars 2011. Þetta kemur fram á vefsíðu ESA. Þar segir að markmið slíkra breytinga er að stuðla að frekara gagnsæi varðandi opinber fjárframlög til Ríkisútvarpsins og til þess að draga úr hættu á samkeppnisröskun á þeim markaði sem Ríkisútvarpið starfar. Í raun þýðir þetta að fjármögnunarfyrirkomulaginu yrði breytt til samræmis við viðmiðunarreglur ESA varðandi ríkisstyrki til aðila sem sjá um útsendingar í almannaþágu, sem samþykktar voru í byrjun árs 2010. Tillögurnar fela í sér að skilið verði á milli starfsemi Ríkisútvarpsins sem telst almannaþjónusta og þess sem lúta skal lögmálum markaðarins. Á meðal breytinganna sem ESA leggur til eru eftirtalin atriði: Að útlista nánar umfang þeirrar aðferðar sem notuð verður við útvíkkun á opinberu þjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins. Að sett verði skýr leiðbeinandi viðmið um ákvörðun gjaldskrár fyrir þjónustu sem Ríkisútvarpið veitir vegna opinberrar þjónustuskyldu sinnar, s.s. aðgang að skjalasafni Ríkisútvarpsins. Að settar verði skýrar reglur um meðferð hugsanlegrar ofgreiðslu til Ríkisútvarpsins. Að tekinn verði af allur vafi um að öll starfsemi sem fellur utan hlutverks Ríkisútvarpsins sem veitanda almannaþjónustu skuli rekin á grundvelli markaðslögmála líkt og viðmiðunarreglur ESA mæla fyrir um. ESA og íslensk yfirvöld hafa rætt þessar athugasemdir í tengslum við meðferð þessa máls. Ísland hefur nú þegar innleitt ákveðnar breytingar í kjölfar athugasemda ESA. Sem dæmi má nefna að eignarhaldi Ríkisútvarpsins hefur verið breytt og fært frá Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu til Fjármálaráðuneytisins. Með því var skilið á milli eignarhalds Ríkisútvarpsins og opinbers eftirlits með útsendingastarfsemi sem ætti að skila óháðara eftirliti með útsendingarstarfsemi Ríkisútvarpsins, að því er segir á vefsíðunni.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira