Viðskipti innlent

Íslandsbanki sameinar útibú

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útibú Íslandsbanka á Suðurlandsbraut 30 og Háaleitisbraut verða sameinuð á nýjum stað í gamla B&L húsinu á Suðurlandsbraut 14. Þar verður starfrækt öflugt útibú sem verður miðstöð fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að húsnæðið á Suðurlandsbraut 14 verði endurnýjað, fjöldi bílastæða verði við húsið og verði því mjög gott aðgengi fyrir viðskiptavini. Þá er sameiningin liður í að auka hagræði í rekstri útibúanets Íslandsbanka enn frekar.

Útibústjóri sameinaðs útibús verður Vilborg Þórarinsdóttir núverandi útibússtjóri á Suðurlandsbraut 30 og aðstoðarútbústjóri verður Guðmundur Kristjánsson, núverandi útibústjóri að Háaleitisbraut.

Íslandsbanki Fjármögnun einnig á nýjum stað

Auk sameinaðs útibús mun Íslandsbanki Fjármögnun einnig flytja starfsemi sína að Suðurlandsbraut 14, en Íslandsbanki Fjármögnun er nú til húsa í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi.

Stefnt er því að opna sameinað útibú næsta sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×