Erlent

Newt Gingrich tekur forystuna meðal Repúblikana

Newt Gingrich, fyrrum forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið forystuna meðal þeirra sem keppa við að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári.

Í nýrri skoðanakönnun í Iowa er Gingrich með 22% atkvæða, Ron Paul með 21% og Mitt Romney er með 16% atkvæða. Önnur könnun leiðir í ljós að 40% Repúblikana telja að flokkurinn eigi að tefla Gingrich fram gegn Barack Obama Bandaríkjaforseta. 23% vilja sjá Mitt Romney etja kappi við Obama og 10% vilja Ron Paul sem forsetaefni.

Almenningur í Bandaríkjunum er á annarri skoðun um ágæti Gingrich. Skoðanakönnun meðal almennings sýnir að Obama ætti létt með að sigra Gingrich í komandi kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×