Viðskipti innlent

Krónueigendur að róast

Hafsteinn Hauksson skrifar

Lagaheimildir Seðlabankans til að hefta gjaldeyrisviðskipti áttu upphaflega að renna út í nóvemberlok á síðasta ári, en voru framlengdar til 31. ágúst þessa árs. Nú er unnið að því að endurskoða áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna, en Seðlabankastjóri hefur sagt að hugsanlega verði tillaga um að framlengja gjaldeyrishöftin enn frekar hluti af slíkri áætlun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vilja segja til um það fyrirfram hvort sú verði raunin.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýjustu endurskoðun sinni á efnahagsáætlun Íslands að veikleikar bankakerfisins séu helsti þrándurinn í götu þess að höftin séu afnumin. Þegar bankakerfið var endurfjármagnað var hins vegar nokkuð gert úr því að bankakerfið væri traust. Fjármálaráðherra segir að þá hafi verið meira verið hugsað um eiginfjárstöðu og afskriftaþörf bankanna, en nú geti aðrir þættir geti nú skipt máli, eins og gjaldeyrisjöfnuður og stöðugleiki bankakerfisins í heild.

Ein helsta hættan við afnám gjaldeyrishaftanna er sú að „óþolinmóðir" fjármagnseigendur flýi krónuna fyrir aðra gjaldmiðla með tilheyrandi gengisfalli. Steingrímur segist telja að þeir sem eigi krónueignir séu mun rólegri nú en fyrir hálfu ári eða ári síðan. Hann nefnir til dæmis að þeir hafi til dæmis ekki farið með vaxtatekjur sínar úr landi, þrátt fyrir að þeim sé það heimilt.

Ítarlegt viðtal við Steingrím um gjaldeyrishöftin og endurskoðunarskýrslu AGS má sjá með þessari frétt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×