Enski boltinn

Eiður ekki í leikmannahópi Stoke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Nordic Photos / Getty Images
Svo virðist sem að nú sé það endanlega útilokað að Eiður Smári Guðjohnsen muni aftur spila með enska úrvalsdeildarfélaginu Stoke City.

Liðið mætir Cardiff City í ensku bikarkeppninni í dag og hefur Tony Pulis, stjóri liðsins, ákveðið að gera sjö breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að til greina kæmi að leyfa Eiði Smára að spreyta sig þar sem hann hefur ekkert fengið að sýna sig síðan í október síðastliðnum. Eiður hefur verið sagður á leið frá félaginu.

Pulis ákvað að hvíla marga fastamenn liðsins í dag en sumir þeirra eru þó á bekknum.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur Eiður hug á því að kaupa upp eigin samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×