Viðskipti innlent

Seðlabankinn segir engar óeðlilegar ákvarðanir teknar í söluferli Sjóvár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson er seðlabanki. Seðlabankinn sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna sölunnar á Sjóvá.
Már Guðmundsson er seðlabanki. Seðlabankinn sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna sölunnar á Sjóvá.
Seðlabankinn segir að í söluferli Sjóvár og tengdum atvikum hafi engar meiriháttar ákvarðanir verið teknar sem telja megi á einhvern hátt óeðlilegar. Þær hafi verið vel grundaðar og leitað hafi verið álita utanaðkomandi lögfræðinga og sérfræðinga eftir því sem þótt hefur þurfa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Seðlabankinn sendi frá sér nú undir kvöld.

„Það er því ekki að ástæðulausu að allir þeir sem hafa allar upplýsingar um málið og eiga að hafa eftirlit með starfsemi Seðlabankans samkvæmt lögum hafa ekki gert athugasemdir við málsmeðferðina. Það er líka ljóst að það var á engan hátt ámælisvert af seðlabankastjóra að upplýsa viðskiptanefnd ekki um þau mál sem samkvæmt lögum ríkir þagnarskylda um. Þvert á móti, það hefði verið stórlega ámælisvert og líklega alvarlegt brot í starfi hefði hann gert það. Að lokum er ljóst að það myndi henta Seðlabankanum ágætlega ef hann hefði getað upplýst nefndina að fullu um málið þar sem það hefði eytt tortryggni og forðað bankanum frá óþægilegri umræðu," segir í yfirlýsingunni.

Hann segir þó að ekki megi gleyma því að þagnarskylduákvæði seðlabankalaga séu ekki sett til að forða Seðlabankanum frá eftirliti heldur til að vernda viðskiptamenn bankans og þá sem hann kann hafa til skoðunar vegna margvíslegra verkefna sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×