Viðskipti innlent

Flokka sjóði eftir siðferði

Skandia bankinn í Noregi hefur ákveðið að upplýsa viðskiptavini sína um siðferði lífeyris- og sparnaðarsjóða sem þeir skipta við. Bankastjórinn segir krafa almennings um aukið siðferði í viðskiptum hafa verið kveikjuna að hugmyndinni.

Þegar hefur Skandia banki skoðað 400 lífeyris- og sparnaðarsjóði og flokkað eftir vissum litum samkvæmt Aftenposten. Ef viðkomandi sjóður hefur fjárfest í vopnum fær hann rauðan lit. Þeir sem eru á hlutlausu svæði eru merktir sem slíkir. Hinir sem hafa ekkert á samviskunni fá grænan lit.

Bankastjórinn, Johnny Andersson, segir aukið siðferði í viðskiptum öllum til hagsbóta.

Bankastjórinn segist ekki vilja gerast siða-lögregla; allt sem þeir geri sé að gefa neytendum tækifæri til þess að taka upplýsta ákvörðun um viðskipti sín.

Athygli vekur að aðeins 35 sjóðir af 400 fá græna stimpilinn að mati norska bankans. 230 eru á hlutlausu svæði og 165 eru merktir með rauðum lit, það er að segja, vægast sagt siðferðislega vafasamir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×