Vettel ekki að einbeita sér að stiginu sem vantar 8. október 2011 16:45 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í Japan. AP MYND: GREG BAKER Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Suzuka brautinni, sem fram fer á sunnudag. Vettel varð aðeins 0.009 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren í tímatökunni í dag. Það gekk þó ekki allt eins og í sögu hjá Vettel og Red Bull fyrir tímatökuna. „Ég fór útaf á æfingu í gær og skemmdi framvænginn, þannig að það var ekki auðvelt að standsetja bílinn fyrir daginn í dag. Af þeim sökum var jafnvægi bílsins ekki gott í morgun (á æfingu) og við fórum ekki nógu hratt. Eftir æfinguna í morgun, settumst við niður og spáðum í hvar við gætum bætt okkur og náðum öllu út úr bílnum í tímatökunni. Það var lykilatriði," sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel getur orðið heimsmeistari ökumanna á morgun og nægir eitt stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, jafnvel þó Button, eini keppinautur hans um titilinn vinni mótið á Suzuka brautinni og fjögur mót til viðbótar að auki. „Það var ekki mikill munur á mér og Jenson. Ég vil þakka liðinu og þeim í bækistöð liðsins fyrir að færa mér annan framvæng. Ég sæti ekki hér, án þeirra og ég er mjög glaður og ánægður. Hvort ég næ í eitt stig eða ekkert á morgun - ég er ekki einbeita mér að því." „Ég lærði lexíu í gær, þegar ég var ekki alveg 100% einbeittur og missti bílinn útaf. Keppnin á morgun er löng og erfið. Ég hlakka til. Við elskum að koma hingað, það er sérstök stemmning og áhorfendur eru ástríðufullir og brjálaðir," sagði Vettel góðlátlega. „Þegar við erum á hótelinu á morgnanna, þá er það fullt af fólki og allir eru gargandi. Það er skemmtileg tilfinning að vera hluti af því og það verður sérstakt af ræsa af stað, fremstur á ráslínu. Keppnin er löng og það getur margt gerst", sagði Vettel. Bein útsending frá japanska Formúlu 1 kappakstrinum hefst með upphitun klukkan 05.30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og verður útsendingin í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Suzuka brautinni, sem fram fer á sunnudag. Vettel varð aðeins 0.009 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren í tímatökunni í dag. Það gekk þó ekki allt eins og í sögu hjá Vettel og Red Bull fyrir tímatökuna. „Ég fór útaf á æfingu í gær og skemmdi framvænginn, þannig að það var ekki auðvelt að standsetja bílinn fyrir daginn í dag. Af þeim sökum var jafnvægi bílsins ekki gott í morgun (á æfingu) og við fórum ekki nógu hratt. Eftir æfinguna í morgun, settumst við niður og spáðum í hvar við gætum bætt okkur og náðum öllu út úr bílnum í tímatökunni. Það var lykilatriði," sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel getur orðið heimsmeistari ökumanna á morgun og nægir eitt stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, jafnvel þó Button, eini keppinautur hans um titilinn vinni mótið á Suzuka brautinni og fjögur mót til viðbótar að auki. „Það var ekki mikill munur á mér og Jenson. Ég vil þakka liðinu og þeim í bækistöð liðsins fyrir að færa mér annan framvæng. Ég sæti ekki hér, án þeirra og ég er mjög glaður og ánægður. Hvort ég næ í eitt stig eða ekkert á morgun - ég er ekki einbeita mér að því." „Ég lærði lexíu í gær, þegar ég var ekki alveg 100% einbeittur og missti bílinn útaf. Keppnin á morgun er löng og erfið. Ég hlakka til. Við elskum að koma hingað, það er sérstök stemmning og áhorfendur eru ástríðufullir og brjálaðir," sagði Vettel góðlátlega. „Þegar við erum á hótelinu á morgnanna, þá er það fullt af fólki og allir eru gargandi. Það er skemmtileg tilfinning að vera hluti af því og það verður sérstakt af ræsa af stað, fremstur á ráslínu. Keppnin er löng og það getur margt gerst", sagði Vettel. Bein útsending frá japanska Formúlu 1 kappakstrinum hefst með upphitun klukkan 05.30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og verður útsendingin í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira