Viðskipti innlent

Atvinnuleysið haft áhrif á þriðjung heimila

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvinnuleysið hefur haft áhrif á marga hér á landi.
Atvinnuleysið hefur haft áhrif á marga hér á landi.
Atvinnuleysið hefur haft bein áhrif á 31,8%, eða nærri þriðja hvert heimili, frá efnahagshruninu haustið 2008, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins telja að þetta undirstriki mikilvægi þess að hefja nú þegar nýja atvinnusókn. Rúmlega þriðjungur þeirra sem misstu vinnuna hafi verið án atvinnu í hálft ár eða lengur, nærri fjórir af hverjum tíu hafi verið án atvinnu í 2-5 mánuði en 26% hafa verið atvinnulausir í einn mánuð eða minna.

Könnunin var netkönnun fyrir Samtök atvinnulífsins dagana 2.-10. febrúar 2011. Í úrtakinu voru 1189 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarhlutfall var 62,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×