NBA í nótt: Washington enn án sigurs á útivelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2011 11:12 Russell Westbrook fer upp að körfunni í leiknum í nótt. Mynd/AP Oklahoma City vann í nótt sigur á Washington í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta, 124-117. Þetta þýðir að þrátt fyrir góða frammistöðu Washington í leiknum dugði það samt ekki til að vinna fyrsta leik liðsins á útivelli á tímabilinu. Kevin Durant hafði mikið um það að segja en hann skoraði 40 stig í leiknum, þar af tíu í síðari framlengingunni. Þar af skoraði hann átta stig í röð þegar að Oklahoma City seig loksins fram úr liði Washington um miðja framlenginguna. Washington hefur nú tapað öllum 22 leikjum sínum á útivelli til þessa á tímabilinu og er það þriðja versta byrjun liðs á útivelli í sögu deildarinnar. Russell Westbrook átti einnig stórleik fyrir Oklahoma City og náði risavaxinni þrefaldri tvennu - 35 stigum, þrettán stoðsendingum og þrettán fráköstum. Nick Young skoraði 32 stig fyrir Washington og Trevor Brooker 21 stig og tók hann þar að auki tólf fráköst. Milwaukee vann Toronto, 116-110, í framlengdum leik. Corey Maggette skoraði sigurkörfu Milwaukee í leiknum á loka mínútunni en þetta var tíunda tap Toronto í röð. Denver vann Cleveland, 117-103. Carmelo Anthony skoraði 33 stig fyrir Denver og Arron Affalo 23. Cleveland hefur nú tapað nítján leikjum í röð sem er metjöfnun í sögu félagsins. Miami vann Detroit, 88-87. Eddie House setti niður tvö vítaköst þegar 6,5 sekúndur voru eftir og gerði það gæfumuninn. LeBron James var með 39 stig fyrir Miami. Sacramento vann LA Lakers, 100-95. DeMarcus Cousins var með 27 stig og tíu fráköst fyrir Sacramento og Omri Casspi 20 stig. Sacramento hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan góða sigur á ríkjandi NBA-meisturunum. Phoenix vann Boston, 88-71. Marcin Gorat skoraði nítján stig og tók sautján fráköst fyrir Phoenix og Vince Carter bætti við sautján stigum. Chicago vann Orlando Magic, 99-90. Luol Deng skoraði 26 fyrir Cihcago og Derrick Rose 22. Atlanta vann New York, 111-102. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta. Utah vann Minnesota, 108-100. Paul Millsap skoraði 30 stig fyrir Utah sem hafði tapað sex leikjum í röð. Indiana vann New Jersey, 124-92. Mike Dunleavy skoraði 30 stig fyrir Indiana sem hafði einnig tapað sex leikjum í röð. Memphis vann Philadelphia, 99-94. Rudy Gay skoraði sextán stig fyrir Memphis sem lenti mest 21 stigi undir í leiknum. Charlotte vann Golden State, 121-113, í framlengdum leik. Stephen Jackson skoraði 31 stig og setti niður þrist í lok fjórða leikhluta sem tryggði Charlotte framlenginguna. NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Oklahoma City vann í nótt sigur á Washington í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta, 124-117. Þetta þýðir að þrátt fyrir góða frammistöðu Washington í leiknum dugði það samt ekki til að vinna fyrsta leik liðsins á útivelli á tímabilinu. Kevin Durant hafði mikið um það að segja en hann skoraði 40 stig í leiknum, þar af tíu í síðari framlengingunni. Þar af skoraði hann átta stig í röð þegar að Oklahoma City seig loksins fram úr liði Washington um miðja framlenginguna. Washington hefur nú tapað öllum 22 leikjum sínum á útivelli til þessa á tímabilinu og er það þriðja versta byrjun liðs á útivelli í sögu deildarinnar. Russell Westbrook átti einnig stórleik fyrir Oklahoma City og náði risavaxinni þrefaldri tvennu - 35 stigum, þrettán stoðsendingum og þrettán fráköstum. Nick Young skoraði 32 stig fyrir Washington og Trevor Brooker 21 stig og tók hann þar að auki tólf fráköst. Milwaukee vann Toronto, 116-110, í framlengdum leik. Corey Maggette skoraði sigurkörfu Milwaukee í leiknum á loka mínútunni en þetta var tíunda tap Toronto í röð. Denver vann Cleveland, 117-103. Carmelo Anthony skoraði 33 stig fyrir Denver og Arron Affalo 23. Cleveland hefur nú tapað nítján leikjum í röð sem er metjöfnun í sögu félagsins. Miami vann Detroit, 88-87. Eddie House setti niður tvö vítaköst þegar 6,5 sekúndur voru eftir og gerði það gæfumuninn. LeBron James var með 39 stig fyrir Miami. Sacramento vann LA Lakers, 100-95. DeMarcus Cousins var með 27 stig og tíu fráköst fyrir Sacramento og Omri Casspi 20 stig. Sacramento hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan góða sigur á ríkjandi NBA-meisturunum. Phoenix vann Boston, 88-71. Marcin Gorat skoraði nítján stig og tók sautján fráköst fyrir Phoenix og Vince Carter bætti við sautján stigum. Chicago vann Orlando Magic, 99-90. Luol Deng skoraði 26 fyrir Cihcago og Derrick Rose 22. Atlanta vann New York, 111-102. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta. Utah vann Minnesota, 108-100. Paul Millsap skoraði 30 stig fyrir Utah sem hafði tapað sex leikjum í röð. Indiana vann New Jersey, 124-92. Mike Dunleavy skoraði 30 stig fyrir Indiana sem hafði einnig tapað sex leikjum í röð. Memphis vann Philadelphia, 99-94. Rudy Gay skoraði sextán stig fyrir Memphis sem lenti mest 21 stigi undir í leiknum. Charlotte vann Golden State, 121-113, í framlengdum leik. Stephen Jackson skoraði 31 stig og setti niður þrist í lok fjórða leikhluta sem tryggði Charlotte framlenginguna.
NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira