Enski boltinn

Newcastle vill fá Sebastian Larsson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sebastian Larsson í leik með Birmingham.
Sebastian Larsson í leik með Birmingham. Nordic Photos / Getty Images
Newcastle er á höttunum eftir Sebastian Larsson, leikmanni Birmingham, eftir því sem kemur fram á fréttavef Sky Sports.

Larsson er 25 ára gamall Svíi og en samningur hans við Birmingham rennur út í sumar. Hann hefur til að mynda verið orðaður við sterk lið á Spáni sem vilja fá hann frítt næsta sumar.

Birmingham vill hins vegar síður sleppa honum frítt og gæti því freistast til að selja hann nú í janúar. Newcastle lét vita af áhuga sínum í gær.

Önnur félög á Englandi hafa verið orðuð við kappann, til að mynda Liverpool, Everton, West Ham, Blackburn, Bolton og Sunderland.

Sjálfur mun Larsson vera spenntur fyrir því að reyna fyrir sér í öðru landi. Hann hefur verið í Englandi undanfarinn áratug en hann kom ungur til Arsenal þar sem hann var á mála til ársins 2007.

Hann spilaði ekki nema þrjá leiki með Arsenal á ferlinum en hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Birmingham síðan hann fór þangað fyrst sem lánsmaður árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×