Viðskipti innlent

Office kemur út á íslensku í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslensk þýðing á Office 2010 skrifstofuhugbúnaðinum kemur út í dag og geta þeir sem þegar eiga Office 2010 nálgast hana sér að kostnaðarlausu á vefnum microsoft.is. Office 2010 kom út á alþjóðavettvangi á fyrri hluta síðasta árs. Í tilkynningu frá Microsoft segir að með útgáfu íslenskrar þýðingar Office 2010 nú séu nánast allar helstu hugbúnaðarlausnir Microsoft fáanlegar á íslensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×