Tölum tæpitungulaust til karlmanna Stefán Ingi Stefánsson skrifar 18. febrúar 2011 06:00 Á undanförnum árum og áratugum hefur á Íslandi náðst merkilegur árangur í að draga úr tíðni ýmissa samfélagsógna sem áður fyrr voru nánast talin óumflýjanlegur hluti af lífi okkar eyjaskeggja. Þetta á t.d. við um slys hvers konar, s.s. á sjó og ekki síst á vegum úti. Þótt í sumum tilvikum liggi skýringin í tækniframförum af ýmsu tagi er oftar en ekki um það að ræða að einföld hugarfarsbreyting hafi gert útslagið. Í dag er það t.d. alveg ljóst; við keyrum ekki full, börnin okkar leika ekki lausum hala í aftursætinu en nota hins vegar reiðhjólahjálma þegar þau hjóla. Þeir sem ekki virða þessar reglur er lítill skilningur sýndur; umburðarlyndi er, réttilega, af skornum skammti. Þessi hugarfarsbreyting varð ekki til í tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda og er árangur af kraftmiklum og einbeittum forvörnum. Mikið hefur verið lagt í forvarnir á sviði umferðaröryggis undanfarna áratugi og er það vel. Það má leiða að því líkum og færa fyrir því sterk rök að starfið hafi bjargað lífum. Jafnvel ótal lífum. Það sama má segja um starf á sviði áfengis-, vímefna- og tóbaksvarna. Þar hefur náðst eftirtektarverður árangur; árangur sem er beinlínis mælanlegur t.d. í lækkaðri tíðni unglinga sem reykja. Hverjir fremja glæpina? Forvarnir gegn nauðgunum Líklegur fjöldi nauðgana á viku á Íslandi er fimm. Fimm! Ein nauðgun nærri daglega í þessu litla samfélagi okkar. Og svona hefur þetta verið frá því að elstu menn muna. En þessi ógn sem steðjar fyrst og fremst að stúlkum og konum er ekki vegna ófrávíkjanlegra eðlisfræðilögmála - ekki frekar en dauðsföll í umferðinni eða reykingar tíundubekkinga. Það eru einhverjir sem fremja þessa ömurlegu glæpi. Í yfir 99% tilvika eru þessir einhverjir karlmenn. Það er augljóslega nauðsynlegt að hlúa að þolendum kynferðisofbeldis - og mikilvægt að leggja þar í frekar en að draga úr. En öflug neyðarmóttaka og stuðningsúrræði draga sem slík ekki úr tíðni glæpsins. Rétt eins og góð bráðamóttaka til að hlúa að slösuðum úr umferðinni, bráðnauðsynleg sem hún er, fækkar ekki slysum. Á endanum hlýtur það þó að vera markmiðið. Rétt eins umferðaröryggisauglýsingum er m.a. beint að þeim hópi sem líklegastur er að haga sér óábyrgt í umferðinni hlýtur að vera lyilatriði að tala til mögulegra kynferðisofbeldismanna og reyna ad hafa áhrif á hegðun þeirra og viðmót; draga skýr mörk þegar kemur að kynferðismálum og gefa þau skilaboð að kynferðisofbeldi verði ekki liðið. Það þarf að tala til karlmanna - og það þarf að tala tæpitungulaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum og áratugum hefur á Íslandi náðst merkilegur árangur í að draga úr tíðni ýmissa samfélagsógna sem áður fyrr voru nánast talin óumflýjanlegur hluti af lífi okkar eyjaskeggja. Þetta á t.d. við um slys hvers konar, s.s. á sjó og ekki síst á vegum úti. Þótt í sumum tilvikum liggi skýringin í tækniframförum af ýmsu tagi er oftar en ekki um það að ræða að einföld hugarfarsbreyting hafi gert útslagið. Í dag er það t.d. alveg ljóst; við keyrum ekki full, börnin okkar leika ekki lausum hala í aftursætinu en nota hins vegar reiðhjólahjálma þegar þau hjóla. Þeir sem ekki virða þessar reglur er lítill skilningur sýndur; umburðarlyndi er, réttilega, af skornum skammti. Þessi hugarfarsbreyting varð ekki til í tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda og er árangur af kraftmiklum og einbeittum forvörnum. Mikið hefur verið lagt í forvarnir á sviði umferðaröryggis undanfarna áratugi og er það vel. Það má leiða að því líkum og færa fyrir því sterk rök að starfið hafi bjargað lífum. Jafnvel ótal lífum. Það sama má segja um starf á sviði áfengis-, vímefna- og tóbaksvarna. Þar hefur náðst eftirtektarverður árangur; árangur sem er beinlínis mælanlegur t.d. í lækkaðri tíðni unglinga sem reykja. Hverjir fremja glæpina? Forvarnir gegn nauðgunum Líklegur fjöldi nauðgana á viku á Íslandi er fimm. Fimm! Ein nauðgun nærri daglega í þessu litla samfélagi okkar. Og svona hefur þetta verið frá því að elstu menn muna. En þessi ógn sem steðjar fyrst og fremst að stúlkum og konum er ekki vegna ófrávíkjanlegra eðlisfræðilögmála - ekki frekar en dauðsföll í umferðinni eða reykingar tíundubekkinga. Það eru einhverjir sem fremja þessa ömurlegu glæpi. Í yfir 99% tilvika eru þessir einhverjir karlmenn. Það er augljóslega nauðsynlegt að hlúa að þolendum kynferðisofbeldis - og mikilvægt að leggja þar í frekar en að draga úr. En öflug neyðarmóttaka og stuðningsúrræði draga sem slík ekki úr tíðni glæpsins. Rétt eins og góð bráðamóttaka til að hlúa að slösuðum úr umferðinni, bráðnauðsynleg sem hún er, fækkar ekki slysum. Á endanum hlýtur það þó að vera markmiðið. Rétt eins umferðaröryggisauglýsingum er m.a. beint að þeim hópi sem líklegastur er að haga sér óábyrgt í umferðinni hlýtur að vera lyilatriði að tala til mögulegra kynferðisofbeldismanna og reyna ad hafa áhrif á hegðun þeirra og viðmót; draga skýr mörk þegar kemur að kynferðismálum og gefa þau skilaboð að kynferðisofbeldi verði ekki liðið. Það þarf að tala til karlmanna - og það þarf að tala tæpitungulaust.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun