Tölum tæpitungulaust til karlmanna Stefán Ingi Stefánsson skrifar 18. febrúar 2011 06:00 Á undanförnum árum og áratugum hefur á Íslandi náðst merkilegur árangur í að draga úr tíðni ýmissa samfélagsógna sem áður fyrr voru nánast talin óumflýjanlegur hluti af lífi okkar eyjaskeggja. Þetta á t.d. við um slys hvers konar, s.s. á sjó og ekki síst á vegum úti. Þótt í sumum tilvikum liggi skýringin í tækniframförum af ýmsu tagi er oftar en ekki um það að ræða að einföld hugarfarsbreyting hafi gert útslagið. Í dag er það t.d. alveg ljóst; við keyrum ekki full, börnin okkar leika ekki lausum hala í aftursætinu en nota hins vegar reiðhjólahjálma þegar þau hjóla. Þeir sem ekki virða þessar reglur er lítill skilningur sýndur; umburðarlyndi er, réttilega, af skornum skammti. Þessi hugarfarsbreyting varð ekki til í tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda og er árangur af kraftmiklum og einbeittum forvörnum. Mikið hefur verið lagt í forvarnir á sviði umferðaröryggis undanfarna áratugi og er það vel. Það má leiða að því líkum og færa fyrir því sterk rök að starfið hafi bjargað lífum. Jafnvel ótal lífum. Það sama má segja um starf á sviði áfengis-, vímefna- og tóbaksvarna. Þar hefur náðst eftirtektarverður árangur; árangur sem er beinlínis mælanlegur t.d. í lækkaðri tíðni unglinga sem reykja. Hverjir fremja glæpina? Forvarnir gegn nauðgunum Líklegur fjöldi nauðgana á viku á Íslandi er fimm. Fimm! Ein nauðgun nærri daglega í þessu litla samfélagi okkar. Og svona hefur þetta verið frá því að elstu menn muna. En þessi ógn sem steðjar fyrst og fremst að stúlkum og konum er ekki vegna ófrávíkjanlegra eðlisfræðilögmála - ekki frekar en dauðsföll í umferðinni eða reykingar tíundubekkinga. Það eru einhverjir sem fremja þessa ömurlegu glæpi. Í yfir 99% tilvika eru þessir einhverjir karlmenn. Það er augljóslega nauðsynlegt að hlúa að þolendum kynferðisofbeldis - og mikilvægt að leggja þar í frekar en að draga úr. En öflug neyðarmóttaka og stuðningsúrræði draga sem slík ekki úr tíðni glæpsins. Rétt eins og góð bráðamóttaka til að hlúa að slösuðum úr umferðinni, bráðnauðsynleg sem hún er, fækkar ekki slysum. Á endanum hlýtur það þó að vera markmiðið. Rétt eins umferðaröryggisauglýsingum er m.a. beint að þeim hópi sem líklegastur er að haga sér óábyrgt í umferðinni hlýtur að vera lyilatriði að tala til mögulegra kynferðisofbeldismanna og reyna ad hafa áhrif á hegðun þeirra og viðmót; draga skýr mörk þegar kemur að kynferðismálum og gefa þau skilaboð að kynferðisofbeldi verði ekki liðið. Það þarf að tala til karlmanna - og það þarf að tala tæpitungulaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum og áratugum hefur á Íslandi náðst merkilegur árangur í að draga úr tíðni ýmissa samfélagsógna sem áður fyrr voru nánast talin óumflýjanlegur hluti af lífi okkar eyjaskeggja. Þetta á t.d. við um slys hvers konar, s.s. á sjó og ekki síst á vegum úti. Þótt í sumum tilvikum liggi skýringin í tækniframförum af ýmsu tagi er oftar en ekki um það að ræða að einföld hugarfarsbreyting hafi gert útslagið. Í dag er það t.d. alveg ljóst; við keyrum ekki full, börnin okkar leika ekki lausum hala í aftursætinu en nota hins vegar reiðhjólahjálma þegar þau hjóla. Þeir sem ekki virða þessar reglur er lítill skilningur sýndur; umburðarlyndi er, réttilega, af skornum skammti. Þessi hugarfarsbreyting varð ekki til í tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda og er árangur af kraftmiklum og einbeittum forvörnum. Mikið hefur verið lagt í forvarnir á sviði umferðaröryggis undanfarna áratugi og er það vel. Það má leiða að því líkum og færa fyrir því sterk rök að starfið hafi bjargað lífum. Jafnvel ótal lífum. Það sama má segja um starf á sviði áfengis-, vímefna- og tóbaksvarna. Þar hefur náðst eftirtektarverður árangur; árangur sem er beinlínis mælanlegur t.d. í lækkaðri tíðni unglinga sem reykja. Hverjir fremja glæpina? Forvarnir gegn nauðgunum Líklegur fjöldi nauðgana á viku á Íslandi er fimm. Fimm! Ein nauðgun nærri daglega í þessu litla samfélagi okkar. Og svona hefur þetta verið frá því að elstu menn muna. En þessi ógn sem steðjar fyrst og fremst að stúlkum og konum er ekki vegna ófrávíkjanlegra eðlisfræðilögmála - ekki frekar en dauðsföll í umferðinni eða reykingar tíundubekkinga. Það eru einhverjir sem fremja þessa ömurlegu glæpi. Í yfir 99% tilvika eru þessir einhverjir karlmenn. Það er augljóslega nauðsynlegt að hlúa að þolendum kynferðisofbeldis - og mikilvægt að leggja þar í frekar en að draga úr. En öflug neyðarmóttaka og stuðningsúrræði draga sem slík ekki úr tíðni glæpsins. Rétt eins og góð bráðamóttaka til að hlúa að slösuðum úr umferðinni, bráðnauðsynleg sem hún er, fækkar ekki slysum. Á endanum hlýtur það þó að vera markmiðið. Rétt eins umferðaröryggisauglýsingum er m.a. beint að þeim hópi sem líklegastur er að haga sér óábyrgt í umferðinni hlýtur að vera lyilatriði að tala til mögulegra kynferðisofbeldismanna og reyna ad hafa áhrif á hegðun þeirra og viðmót; draga skýr mörk þegar kemur að kynferðismálum og gefa þau skilaboð að kynferðisofbeldi verði ekki liðið. Það þarf að tala til karlmanna - og það þarf að tala tæpitungulaust.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun