Viðskipti innlent

Töluverður samdráttur í umferð um Hvalfjarðargöng

Um 7.000 færri bílar fóru um Hvalfjarðargöngin í janúar í ár miðað við sama mánuð í fyrra, sem jafngildir samdrætti upp á nær 6%.

Fjallað er um málið á vefsíðu Spalar. Þar segir að varast ber samt að draga víðtækar ályktanir af þessu því válynd veður setja jafnan strik í svona reikning og trúlega birtast einmitt slík áhrif í umferðartölum nýliðins janúar.

Svo kann að vera að í tölunum sé einnig fólgin vísbending um að fólk dragi úr akstri vegna síhækkandi eldsneytisverðs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×