NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða þríeyksins í Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 09:00 LeBron James í leiknum í nótt. Mynd/AP Miami vann í nótt öruggan sigur á Houston, 125-119, í NBA-deildinni í körfubolta og þar með áttunda sigur liðsins í síðustu níu leikjum þess. Þríeykið öfluga í Miami - sem samanstendur af þeim LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh - átti ótrúlegan leik í nótt en allir skiluðu minnst 30 stigum og 10 fráköstum. James var með 33 stig og tíu fráköst, Bosh 31 stig og tólf fráköst og Wade 30 stig og ellefu fráköst. Er þetta í fyrsta sinn síðan í febrúarmánuði 1961 að þrír leikmenn sama liðsins ná svoleiðis tölum í óframlengdum leik. Mike Bibby skoraði fjórtán stig fyrir Miami sem vantar ekki mikið upp á að komast upp fyrir Boston í annað sæti Austurdeildarinnar. Chicago er í efsta sætinu sem stendur. Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Houston, Luis Scola 28 og Kyle Lowry 25 stig auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar og sjö fráköst. Houston hafði unnið fimm leiki í röð fyrir leik næturinnar. Miami var yfir allan fjórða leikhlutann en Wade tryggði sínum mönnum endanlega sigurinn með körfu þegar 33 sekúndur voru til leiksloka. Memphis vann San Antonio, 111-104. Tony Allen og Zach Randolph skoruðu 23 stig hver fyrir Memphis.Boston vann Minnesota, 85-82. Paul Pierce skoraði 23 stig og tók sjö fráköst fyrir Boston.Oklahoma City vann Portland, 99-90. Russell Westbrook setti niður þrjá þrista á lokakaflanum, þar af einn sem að tryggði sigurinn þegar 21 sekúnda var til leiksloka. Gerald Wallace skoraði 40 stig fyrir Portland en það dugði ekki til. Með sigrinum tryggði Oklahoma City sér sæti í úrslitakeppninni.Atlanta vann Cleveland, 99-83. Marvin Williams skoraði 31 stig fyrir Atlanta og Al Horford 20. Sacramento vann Philadelphia, 114-111. Marcus Thornton skoraði 32 stig fyrir Sacramento.Golden State vann Washington, 114-104. Monta Ellis skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar fyrir Golden State.LA Lakers vann New Orleans, 102-84. Kobe Bryant skoraði 30 stig og Pau Gasol var með 23 stig og sextán fráköst. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í síðustu sextán leikjum.Dallas vann Phoenix, 91-83. Jason Kidd setti niður tvo þrista undir lokin sem dugði Dallas til sigurs í leiknum. Útlitið hjá Phoenix um sæti í úrslitakeppninni er nú orðið ansi dökkt.Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Miami vann í nótt öruggan sigur á Houston, 125-119, í NBA-deildinni í körfubolta og þar með áttunda sigur liðsins í síðustu níu leikjum þess. Þríeykið öfluga í Miami - sem samanstendur af þeim LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh - átti ótrúlegan leik í nótt en allir skiluðu minnst 30 stigum og 10 fráköstum. James var með 33 stig og tíu fráköst, Bosh 31 stig og tólf fráköst og Wade 30 stig og ellefu fráköst. Er þetta í fyrsta sinn síðan í febrúarmánuði 1961 að þrír leikmenn sama liðsins ná svoleiðis tölum í óframlengdum leik. Mike Bibby skoraði fjórtán stig fyrir Miami sem vantar ekki mikið upp á að komast upp fyrir Boston í annað sæti Austurdeildarinnar. Chicago er í efsta sætinu sem stendur. Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Houston, Luis Scola 28 og Kyle Lowry 25 stig auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar og sjö fráköst. Houston hafði unnið fimm leiki í röð fyrir leik næturinnar. Miami var yfir allan fjórða leikhlutann en Wade tryggði sínum mönnum endanlega sigurinn með körfu þegar 33 sekúndur voru til leiksloka. Memphis vann San Antonio, 111-104. Tony Allen og Zach Randolph skoruðu 23 stig hver fyrir Memphis.Boston vann Minnesota, 85-82. Paul Pierce skoraði 23 stig og tók sjö fráköst fyrir Boston.Oklahoma City vann Portland, 99-90. Russell Westbrook setti niður þrjá þrista á lokakaflanum, þar af einn sem að tryggði sigurinn þegar 21 sekúnda var til leiksloka. Gerald Wallace skoraði 40 stig fyrir Portland en það dugði ekki til. Með sigrinum tryggði Oklahoma City sér sæti í úrslitakeppninni.Atlanta vann Cleveland, 99-83. Marvin Williams skoraði 31 stig fyrir Atlanta og Al Horford 20. Sacramento vann Philadelphia, 114-111. Marcus Thornton skoraði 32 stig fyrir Sacramento.Golden State vann Washington, 114-104. Monta Ellis skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar fyrir Golden State.LA Lakers vann New Orleans, 102-84. Kobe Bryant skoraði 30 stig og Pau Gasol var með 23 stig og sextán fráköst. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í síðustu sextán leikjum.Dallas vann Phoenix, 91-83. Jason Kidd setti niður tvo þrista undir lokin sem dugði Dallas til sigurs í leiknum. Útlitið hjá Phoenix um sæti í úrslitakeppninni er nú orðið ansi dökkt.Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira