Umfjöllun: Akureyri Deildarmeistari eftir sigur á HK Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 28. mars 2011 21:19 Akureyringar fagna í kvöld. Mynd/Vilhelm Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyringar voru með tíu marka forskot í hálfleik og allt leit út fyrir að HK-ingar yrðu niðurlægðir á sínum eigin heimavelli. Heimamenn komu virkilega sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í aðeins eitt mark, en lengra komust þeir ekki og Akureyringar unnu sinn fyrsta titill í sögu félagsins. Akureyringar gátu tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld með sigri á HK í Digranesinu. Heimamenn í HK eru aftur á móti í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina, en þeir eru sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig. Heimamenn máttu alls ekki við því að misstíga sig í kvöld og þurfa á öllum stigum sem þeir komast í.Akureyringar hafa unnið báða deildarleikina gegn HK í vetur og því mátti búast við erfiðum leik fyrir heimamenn. Akureyri gat tryggt sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð en það mistókst og því spurning hvort Norðanmenn myndu standast pressuna. Gestirnir hófu leikinn virkilega sannfærandi og ætluðu sér greinilega stóra hluti í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyringa, var frábær á upphafsmínútunum og hafði varið 7 skot eftir 13 mínútna leik. Staðan var 9-5 þegar fyrir Akureyri þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Í staðinn fyrir að rífa sig í gang þá gerðu heimamenn hið andstæða en HK-ingar bókstaflega köstuðu leiknum frá sér með tæknifeilum á færibandi. Akureyringar skoruðu heilan helling af hraðaupphlaupsmörkum eftir mistök HK-inga. Munurinn á liðinu jókst bara þegar leið á hálfleikinn og þegar menn gengu til búningsherbergja var staðan 21-11 fyrir Norðanmenn. HK-ingar þurftu heldur betur að gyrða sig í brók til að komast sómasamlega frá þessum leik. Akureyri virtist ætla halda áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik, en smá saman fóru HK-ingar í gang. HK náði að minnka muninn niður í 6 mörk, 25-19 þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en það gaf þeim von. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, fór að verja vel og HK náði að nýta sér hraðaupphlaupin. Allt í einu var staðan orðin 28-25 og allt gat gerst. Akureyringar voru orðnir virkilega pirraðir og það virtist bitna á spilamennsku þeirra. HK skoraði síðan tvö næstu mörk leiksins og aðeins munaði einu marki á liðunum, 28-27. Lengra komust heimamenn ekki og Norðanmenn innsigluðu sinn fyrsta titil í sögu félagsins með mikilvægum sigri gegn HK, 32-29. HK-ingar eiga enn góðan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að mæta til leiks frá fyrstu mínútu. Akureyringar geta leyft sér að hvíla lykilleikmenn í síðustu tveimur leikjum liðsins þar sem Deildarmeistaratitillinn er í höfn. Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, skoraði 9 mörk fyrir gestina og þar af 8 mörk í fyrri hálfleik. Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, gerði sjö mörk fyrir heimamenn. HK - Akureyri 29-32 (11-21)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7/1 (11/1), Atli Karl Backmann 4 (5), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Sigurjón Björnsson 3 (5), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (7), Atli Ævar Ingólfsson 3 (6), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (7), Bjarki Már Gunnarsson 2 (4), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léo Snær Pétursson 0 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (29/38%), Valgeir Tómasson 2 (2 / 50%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Vilhelm Gauti)Fiskuð víti: 1 (Vilhelm Gauti)Utan vallar: 2 mínútur (Bjarki Már)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 9 (11), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Daníel Einarsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5 (11), Heimir Örn Árnason 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (3), Halldór Logi Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15 (26/1, 37%), Stefán Guðnason 0 (2) .Hraðaupphlaup: 8 (Oddur 6, Bjarni 2).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyringar voru með tíu marka forskot í hálfleik og allt leit út fyrir að HK-ingar yrðu niðurlægðir á sínum eigin heimavelli. Heimamenn komu virkilega sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í aðeins eitt mark, en lengra komust þeir ekki og Akureyringar unnu sinn fyrsta titill í sögu félagsins. Akureyringar gátu tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld með sigri á HK í Digranesinu. Heimamenn í HK eru aftur á móti í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina, en þeir eru sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig. Heimamenn máttu alls ekki við því að misstíga sig í kvöld og þurfa á öllum stigum sem þeir komast í.Akureyringar hafa unnið báða deildarleikina gegn HK í vetur og því mátti búast við erfiðum leik fyrir heimamenn. Akureyri gat tryggt sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð en það mistókst og því spurning hvort Norðanmenn myndu standast pressuna. Gestirnir hófu leikinn virkilega sannfærandi og ætluðu sér greinilega stóra hluti í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyringa, var frábær á upphafsmínútunum og hafði varið 7 skot eftir 13 mínútna leik. Staðan var 9-5 þegar fyrir Akureyri þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Í staðinn fyrir að rífa sig í gang þá gerðu heimamenn hið andstæða en HK-ingar bókstaflega köstuðu leiknum frá sér með tæknifeilum á færibandi. Akureyringar skoruðu heilan helling af hraðaupphlaupsmörkum eftir mistök HK-inga. Munurinn á liðinu jókst bara þegar leið á hálfleikinn og þegar menn gengu til búningsherbergja var staðan 21-11 fyrir Norðanmenn. HK-ingar þurftu heldur betur að gyrða sig í brók til að komast sómasamlega frá þessum leik. Akureyri virtist ætla halda áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik, en smá saman fóru HK-ingar í gang. HK náði að minnka muninn niður í 6 mörk, 25-19 þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en það gaf þeim von. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, fór að verja vel og HK náði að nýta sér hraðaupphlaupin. Allt í einu var staðan orðin 28-25 og allt gat gerst. Akureyringar voru orðnir virkilega pirraðir og það virtist bitna á spilamennsku þeirra. HK skoraði síðan tvö næstu mörk leiksins og aðeins munaði einu marki á liðunum, 28-27. Lengra komust heimamenn ekki og Norðanmenn innsigluðu sinn fyrsta titil í sögu félagsins með mikilvægum sigri gegn HK, 32-29. HK-ingar eiga enn góðan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að mæta til leiks frá fyrstu mínútu. Akureyringar geta leyft sér að hvíla lykilleikmenn í síðustu tveimur leikjum liðsins þar sem Deildarmeistaratitillinn er í höfn. Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, skoraði 9 mörk fyrir gestina og þar af 8 mörk í fyrri hálfleik. Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, gerði sjö mörk fyrir heimamenn. HK - Akureyri 29-32 (11-21)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7/1 (11/1), Atli Karl Backmann 4 (5), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Sigurjón Björnsson 3 (5), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (7), Atli Ævar Ingólfsson 3 (6), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (7), Bjarki Már Gunnarsson 2 (4), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léo Snær Pétursson 0 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (29/38%), Valgeir Tómasson 2 (2 / 50%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Vilhelm Gauti)Fiskuð víti: 1 (Vilhelm Gauti)Utan vallar: 2 mínútur (Bjarki Már)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 9 (11), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Daníel Einarsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5 (11), Heimir Örn Árnason 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (3), Halldór Logi Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15 (26/1, 37%), Stefán Guðnason 0 (2) .Hraðaupphlaup: 8 (Oddur 6, Bjarni 2).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira