Viðskipti innlent

Samtök atvinnulífsins vilja fara „Atvinnuleiðina“

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hvetur eindregið til samstöðu milli aðila vinnumarkaðarins, ríkisstjórnarinnar og Alþingis um að marka svokallaða „Atvinnuleið" út úr því „kreppuástandi sem nú ríkir í atvinnulífinu og samfélaginu öllu og birtist í slæmri stöðu fjölda fyrirtækja og atvinnuleysi 14000 manns."

Í ályktun stjórnar SA segir að hugmyndin byggi á kjarasamningum til þriggja ára með samræmdri launastefnu og launahækkunum í takt við nágrannalöndin. Þá verði ennfremur byggt á því að fjárfestingar í öllum greinum atvinnulífsins aukist og að vöxtur í fjárfestingum og útflutningi varði leiðina út úr kreppunni.

Samtök atvinnulífsins kalla eftir samstarfi ríkisstjórnar og Alþingis við aðila vinnumarkaðarins um að draga úr óvissu og skapa skilyrði fyrir stórauknum fjárfestingum í atvinnulífinu, segir ennfremur.

Nánar er fjallað um „Atvinnuleiðina"á heimasíðu SA.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×