Innlent

Brotist inn í fimm bíla í nótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brotist var inn í fimm bíla í Reykjavík í nótt. Úr þeim var stolið meðal annars GPS-tækjum og fartölvum. Þjófarnir voru á ferðinni í miðborginni, vesturbænum og Skerjafirði. Lögreglan ítrekar fyrir fólki að skilja ekki verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×