Viðskipti innlent

Sjóváhluturinn seldur á 4,9 milljarða

Kaupverðið fyrir 52,4 prósent hlut í Sjóvá sem samið var um í dag er tæpir 4,9 milljarðar króna, samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Í henni kemur fram að heildarvirði Sjóvá sé því tæplega 9,4 milljarðar króna.

Seðlabankinn segir að þessi samningur sé hagstæðari en kaupverðið sem var til umræðu síðastliðið haust, þegar viðræður stóðu yfir við hóp fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Í tilkynningunni segir jafnfram að gangi kaupsamningurinn eftir fer Eignasafn Seðlabanka Íslands ekki lengur með meirihluta í fyrirtækinu.

Stærsti eigandi Sjóvár fyrir söluna var Eignasafn Seðlabankans. Eignasafn Seðlabankans átti upphaflega um 73% hlut í Sjóvá.

Nú hefur verið samið um sölu á 52,4% hlut í félaginu og því heldur Eignasafn Seðlabankans eftir um 20,6% hlut í félaginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×