Viðskipti innlent

Nauðungarsölum fækkar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeim bílum sem seldir voru nauðungarsölu fækkaði á milli ára.
Þeim bílum sem seldir voru nauðungarsölu fækkaði á milli ára.
Alls voru 289 bifreiðar seldar nauðungarsölu hjá Sýslumanninum í Reykjavík í fyrra og skráðar nauðungarsölubeiðnir voru 723. Þetta er umtalsvert minna en árin tvö á undan því árið 2009 var 441 bifreið seld nauðungarsölu hjá Sýslumanninum í Reykjavík en 1068 nauðungarsölubeiðnir bárust það ár. Þá var 491 bifreið seld á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða árið 2008 voru 2.019.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×