Viðskipti innlent

Tilvonandi bankastjóri lýsir yfir dauða verðtryggingarinnar

Helga Arnardóttir skrifar

„Verðtryggingin er búin að vera," segir tilvonandi bankastjóri nýja Sparibankans sem verið er að setja á laggirnar. Viðskiptavinir hans munu geta fengið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum en fyrst og fremst ráðgjöf um uppbyggingu sparnaðar og eigna.

Ingólfur H. Ingólfsson hefur lengi verið talinn einn fremsti sparnaðarráðgjafinn hér á landi. Hann ásamt hópi manna í Sparifélaginu ehf. vinnur að stofnun banka sem ber heitið Sparibanki. Hanna Björk Ragnarsdóttir viðskiptafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sparifélagsins og verður síðar bankastjóri nýja bankans.

Lykilstefna bankans yrði ráðgjöf um stýringu útgjalda og uppbyggingu sparnaðar og eigna. Bankinn yrði netbanki en viðskiptavinir hans geti fengið ráðgjöf í notalegu umhverfi í útibúi sem verður opnað.

Enn er unnið að umsókn um viðskiptabankaleyfi sem gæti tekið 8-12 mánuði. Hlutafjárútboð er fyrirhugað á næstu vikum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×