Viðskipti innlent

Rekstur járnblendiverksmiðju óbreyttur eftir kaup Kínverja

Einar Þorsteinsson forstjóri Elkem á Íslandi segir að sala Orkla á móðurfélaginu í morgun muni ekki hafa nein áhrif á starfsemi járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga.

Einar segir að reksturinn verði óbreyttur þrátt fyrir breytt eignarhald enda um velrekið fyrirtæki að ræða. Kínversku kaupendurnir, China National Bluestar, hafi keypt Elkem í heild sinni og áformi engar breytingar að sinni.

Einar segir að áætla megi að rekstur járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga nemi um 10% af heildarstærð Elkem.

"Elkem er með 15 ofna á heimsvísu og þar af rekum við þrjá þeirra," segir Einar. "Fyrir utan járnblendið er svo um að ræða Elkem Carbon sem framleiður kolamassa í rafskaut og Elkem Solar sem framleiðir kísil í sólarrafhlöður."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×