Viðskipti innlent

Hrein eign lífeyrissjóðanna komin í 1.920 milljarða

Efnahagsyfirlit lífeyrissjóða fyrir desember 2010 var birt í dag á vef Seðlabanka Íslands. Hrein eign lífeyrissjóða var 1.920,2 milljarðar kr. í lok desember og hækkaði um 26,9 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að innlend verðbréfaeign hækkaði um 43,4 milljarða kr. og nam rúmlega 1.352 milljörðum kr. í lok mánaðarins. Hækkunina má að mestu leyti rekja til aukningar á eign lífeyrissjóða á íbúðabréfum.

 

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×