Viðskipti innlent

Vöruskiptin hagstæð um 11,5 milljarða í desember

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir desember 2010 var útflutningur 47,3 milljarðar króna og innflutningur 35,8 milljarðar króna.

Vöruskiptin í desember voru því hagstæð um 11,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar.

Vöruskiptin í desember voru því samkvæmt bráðabirgðatölum 4,5 milljörðum kr. hagstæðari en í sama mánuði árið áður.

Samkvæmt þessu varð 120,5 milljarða kr. afgangur af vöruskiptum í fyrra, sem er met. Árið áður var 90,3 milljarða kr. afgangur.

Á síðasta ári er um mesta afgang í vöruskiptum að ræða í a.m.k. tvo áratugi, en tölur Hagstofunnar ná aftur til ársins 1989.



 














Fleiri fréttir

Sjá meira


×