Telja innistæðu fyrir helmingslækkun á fasteignaverði Hafsteinn Hauksson skrifar 15. september 2011 19:30 Sérfræðingar telja að innistæða sé fyrir allt að 50 prósenta lækkun á fasteignaverði ofan á þá leiðréttingu sem þegar hefur komið fram frá hruni. Eina leiðin til að breyta horfunum sé að lækka vexti og auka kaupmátt. Meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um þriðjung frá árinu 2007 að raunvirði, bæði vegna beinnar verðlækkunar og mikillar verðbólgu. Þrátt fyrir það telja Ársæll Valfells lektor og Brynjar Pétursson ráðgjafi að innistæða sé fyrir enn meiri lækkun, en þeir hafa unnið greiningu á fasteignamarkaðnum og kynntu hana á fjölmennum fundi hjá VÍB í dag. Brynjar segir að ávöxtunarkrafa fjárfesta til fasteigna sé of lág, sem merki að þeir séu að niðurgreiða fjárfestingar sínar og það gangi ekki til lengdar. Það sé því innistæða fyrir enn frekari lækkun fasteignaverðs á markaðnum. „Ég hugsa að þegar kemur að íbúðarhúsnæði nemi hún 30 til 50 prósentum eftir svæðum, en ef vextir lækka þá geti aðrir þættir komið til greina," segir Brynjar. „Raunverðið hefur ekki lækkað í átt að kaupmætti, svo það er ennþá bil á milli þess sem við höfum efni á að borga fyrir húsnæði og þess sem það kostar. Það munar um 11 til 12 prósentum," segir Ársæll. „Það segir okkur allavega að ef verðið lækkar ekki, þá verður áfram þungt fyrir okkur að eignast húsnæði," spurður hvort bilið á milli kaupmáttar og verðs kalli á frekari lækkun. Ársæll segir að tvennt þurfi að gerast til að þessar horfur breytist. „Til þess að þetta verð geti staðið undir sér, þá þarf kaupmáttur að fara að vaxa, sem þýðir að við höfum meiri peninga til ráðstöfunar til kaupa á húsnæði. Kostnaður við húsnæðiskaup þarf líka að lækka, og þar er einn stærsti kostnaðarliðurinn auðvitað vextir." „Þetta skrítna ástand þar sem verð helst hátt miðað við kaupmátt og mikið eignaframboð afhjúpar kostnaðinn við það að vera með eigið peningakerfi þar sem við erum rukkuð um hátt verð fyrir að binda fjármagn í eignum á borð við fasteignir. Daginn sem við förum út úr þessum háu vöxtum myndast svigrúm fyrir fasteignir til að hækka aftur í verði," segir Ársæll að lokum. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sérfræðingar telja að innistæða sé fyrir allt að 50 prósenta lækkun á fasteignaverði ofan á þá leiðréttingu sem þegar hefur komið fram frá hruni. Eina leiðin til að breyta horfunum sé að lækka vexti og auka kaupmátt. Meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um þriðjung frá árinu 2007 að raunvirði, bæði vegna beinnar verðlækkunar og mikillar verðbólgu. Þrátt fyrir það telja Ársæll Valfells lektor og Brynjar Pétursson ráðgjafi að innistæða sé fyrir enn meiri lækkun, en þeir hafa unnið greiningu á fasteignamarkaðnum og kynntu hana á fjölmennum fundi hjá VÍB í dag. Brynjar segir að ávöxtunarkrafa fjárfesta til fasteigna sé of lág, sem merki að þeir séu að niðurgreiða fjárfestingar sínar og það gangi ekki til lengdar. Það sé því innistæða fyrir enn frekari lækkun fasteignaverðs á markaðnum. „Ég hugsa að þegar kemur að íbúðarhúsnæði nemi hún 30 til 50 prósentum eftir svæðum, en ef vextir lækka þá geti aðrir þættir komið til greina," segir Brynjar. „Raunverðið hefur ekki lækkað í átt að kaupmætti, svo það er ennþá bil á milli þess sem við höfum efni á að borga fyrir húsnæði og þess sem það kostar. Það munar um 11 til 12 prósentum," segir Ársæll. „Það segir okkur allavega að ef verðið lækkar ekki, þá verður áfram þungt fyrir okkur að eignast húsnæði," spurður hvort bilið á milli kaupmáttar og verðs kalli á frekari lækkun. Ársæll segir að tvennt þurfi að gerast til að þessar horfur breytist. „Til þess að þetta verð geti staðið undir sér, þá þarf kaupmáttur að fara að vaxa, sem þýðir að við höfum meiri peninga til ráðstöfunar til kaupa á húsnæði. Kostnaður við húsnæðiskaup þarf líka að lækka, og þar er einn stærsti kostnaðarliðurinn auðvitað vextir." „Þetta skrítna ástand þar sem verð helst hátt miðað við kaupmátt og mikið eignaframboð afhjúpar kostnaðinn við það að vera með eigið peningakerfi þar sem við erum rukkuð um hátt verð fyrir að binda fjármagn í eignum á borð við fasteignir. Daginn sem við förum út úr þessum háu vöxtum myndast svigrúm fyrir fasteignir til að hækka aftur í verði," segir Ársæll að lokum.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira