Viðskipti innlent

Metfjöldi erlendra ferðamanna í janúar

Erlendir gestir hafa aldrei verið jafn margar í janúar og í ár, frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð. Um 22 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.500 fleiri brottfarir en á árinu 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 18,5% í janúarmánuði á milli ára.

Greint er frá þessu á vefsíðu iðnaðarráðuneytisins. Þar segir að ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá fjölgun frá þeim öllum.

Um þúsund fleiri Norðurlandabúar fóru frá landinu í janúar en í sama mánuði árið 2010 og sama má segja um N.-Ameríkana og gesti frá Mið- og S-Evrópu. Þúsund fleiri gestir frá hvoru markaðasvæði fyrir sig fóru um Leifsstöð í janúarmánuði í ár.

Umtalsvert fleiri Íslendingar fóru utan í janúar í ár en í fyrra, 22.700 fóru utan í ár, tæplega þrjú þúsund fleiri en árinu áður þegar tæplega 20 þúsund Íslendingar fóru utan. Aukningin nemur 14,2% á milli ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×