Viðskipti innlent

PIMCO gleymdi að lýsa kröfum í Glitni

Mohamed El-Erian er gríðarlega virtur á sínu sviði.
Mohamed El-Erian er gríðarlega virtur á sínu sviði.

Aðalmeðferð fer fram í máli PIMCO gegn Glitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. PIMCO hefur lýst kröfu upp á tæplega 250 milljónir króna í þrotabú Glitnis. Fyrirtækið stýrir stærsta skuldabréfasjóði heims en forstjóri fyrirtækisins, Mohamed El-Erian, er gríðarlega virtur á sínu sviði.

PIMCO sá sjálft um að lýsa hluta af kröfum sínum í bú Glitnis og gleymdist að lýsa hluta af kröfunni. Það misfórst að einhverju leytinu til og skiluðu þær sér ekki að fullu til Glitnis. Þess vegna reynir fyrirtækið að fá fá það sem upp á vantaði með því að fara dómstólaleiðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×