Kynleg kynjuð fjárlagagerð Þórveig Þormóðsdóttir skrifar 1. mars 2011 09:25 Í samstarfsyfirlýsingu sinni 2009 lagði ríkisstjórn Íslands mikla áherslu á jafnrétti kynjanna. Meðal þess sem átti að hafa áhrif á útgjaldaramma fjárlaga var verndun starfa og kynjajafnrétti. Einnig átti að hafa kynjaða hagstjórn að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórnun. Fjárlögin frá efnahagshruni hafa verið fjárlög niðurskurðar. Snemma varð ljóst að sú atvinnustefna sem boðuð var myndi koma harðar niður á konum en körlum. Í júní 2009 sendi jafnréttisnefnd BSRB frá sér ályktun þar sem nefndin hafnaði atvinnustefnu á kostnað kvenna. Ályktunin fól í sér varnaðarorð og tilmæli til ríkisstjórnarinnar og samningsaðila á vinnumarkaði um að standa vörð um velferðarkerfið. Ástæðan fyrir ályktuninni var sú að starfsfólk innan velferðarkerfisins er í yfirgnæfandi meirihluta konur og samdráttur þar bitnar því harkalega á kvennastéttum. Í ályktuninni segir enn fremur að mikilvægt sé að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða. Atburðarásin mætti hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Sú hefur því miður orðið raunin. Svar velferðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi í síðastliðinni viku um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum sýnir að þörf er á frekari áminningu um þetta efni. Því miður er raunin sú að þegar höggvið er að rótum velferðarkerfisins bitnar það á störfum kvenna. Í svari ráðherra kom fram að 92 konur muni missa störf sín alfarið vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011 og 15 karlar. Þá muni 75,6 stöðugildi kvenna sæta skerðingu á starfshlutfalli á móti 11,1 stöðugildi karla. Niðurskurður í velferðarkerfinu gengur því þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Uppsagnir af þessu tagi koma verst niður á láglaunuðum kvennastéttum og verður að efast um heildarsparnað fyrir ríkissjóð, enda ljóst að þessar konur fara úr atvinnu hjá ríkinu yfir í að fá atvinnuleysisbætur frá Atvinnuleysistryggingarsjóði. Velferðarkerfið naut ekki góðs af góðærinu, það bólgnaði ekki út. Það er því ljóst að þar er ekki af miklu að taka til niðurskurðar. Þörfin fyrir gott velferðarkerfi hefur heldur aldrei verið meiri. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk njóti velferðarkerfisins óháð efnahag og aðstæðum, ekki síst í því ástandi sem nú ríkir. Að grípa til uppsagna þar, með tilheyrandi lokunum, gengur því þvert á markmið ríkisstjórnar um samþættingu jafnréttissjónarmiða við almenna fjárlagagerð. Þar er frekar kynleg hagstjórn og fjárlagagerð á ferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í samstarfsyfirlýsingu sinni 2009 lagði ríkisstjórn Íslands mikla áherslu á jafnrétti kynjanna. Meðal þess sem átti að hafa áhrif á útgjaldaramma fjárlaga var verndun starfa og kynjajafnrétti. Einnig átti að hafa kynjaða hagstjórn að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórnun. Fjárlögin frá efnahagshruni hafa verið fjárlög niðurskurðar. Snemma varð ljóst að sú atvinnustefna sem boðuð var myndi koma harðar niður á konum en körlum. Í júní 2009 sendi jafnréttisnefnd BSRB frá sér ályktun þar sem nefndin hafnaði atvinnustefnu á kostnað kvenna. Ályktunin fól í sér varnaðarorð og tilmæli til ríkisstjórnarinnar og samningsaðila á vinnumarkaði um að standa vörð um velferðarkerfið. Ástæðan fyrir ályktuninni var sú að starfsfólk innan velferðarkerfisins er í yfirgnæfandi meirihluta konur og samdráttur þar bitnar því harkalega á kvennastéttum. Í ályktuninni segir enn fremur að mikilvægt sé að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða. Atburðarásin mætti hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Sú hefur því miður orðið raunin. Svar velferðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi í síðastliðinni viku um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum sýnir að þörf er á frekari áminningu um þetta efni. Því miður er raunin sú að þegar höggvið er að rótum velferðarkerfisins bitnar það á störfum kvenna. Í svari ráðherra kom fram að 92 konur muni missa störf sín alfarið vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011 og 15 karlar. Þá muni 75,6 stöðugildi kvenna sæta skerðingu á starfshlutfalli á móti 11,1 stöðugildi karla. Niðurskurður í velferðarkerfinu gengur því þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Uppsagnir af þessu tagi koma verst niður á láglaunuðum kvennastéttum og verður að efast um heildarsparnað fyrir ríkissjóð, enda ljóst að þessar konur fara úr atvinnu hjá ríkinu yfir í að fá atvinnuleysisbætur frá Atvinnuleysistryggingarsjóði. Velferðarkerfið naut ekki góðs af góðærinu, það bólgnaði ekki út. Það er því ljóst að þar er ekki af miklu að taka til niðurskurðar. Þörfin fyrir gott velferðarkerfi hefur heldur aldrei verið meiri. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk njóti velferðarkerfisins óháð efnahag og aðstæðum, ekki síst í því ástandi sem nú ríkir. Að grípa til uppsagna þar, með tilheyrandi lokunum, gengur því þvert á markmið ríkisstjórnar um samþættingu jafnréttissjónarmiða við almenna fjárlagagerð. Þar er frekar kynleg hagstjórn og fjárlagagerð á ferð.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun