NBA: Channing Frye með sigurkörfuna annað kvöldið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2011 09:00 Channing Frye. Mynd/AP Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York. Channing Frye hafði aldrei skorað sigurkörfu á síðustu sekúndunum fyrir þremur dögum en hefur nú tryggt Phoenix sigur tvö kvöld í röð. Frye skoraði þriggja stiga körfu 6,6 sekúndum fyrir leikslok í 104-103 sigri Phoenix Suns í framlengingu á móti New Jersey Nets. Þetta var fyrsti heimaleikurinn hjá Deron Williams síðan að hann kom til New Jersey en Williams átti lokaskot leiksins og klikkaði. „Herra Stórskota-Frye," skaut Grant Hill á Frye þegar Frye var í viðtali eftir leikinn. „Ég var hetjan í gær og hefði verið skúrkurinn í dag. Ég hafði engu að tapa, hafði bara trú á sjálfum mér og reyndi bara að fría mig og ná góðu skoti," sagði Frye sem var aðeins með fjögur stig í leiknum fyrir þetta frábæra lokaskot sitt. Marcin Gortat var með 17 stig fyrir Phoenix, Hakim Warrick skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og Steve Nash bætti við 10 stigum og 15 stoðsendingum. Williams var með 13 stig og 18 stoðsendingar en Nets er búið að tapa sex leikjum í röð og öllum þremur leikjunum síðan að Williams kom til liðsins. Brook Lopez skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Anthony Morrow var með 22 stig.Mynd/APLuol Deng og Derrick Rose skoruðu báðir 21 stig þegar Chicago Bulls vann 105-77 sigur á Washington Wizards en Chicago er nú bara einum leik á eftir Miami Heat í baráttunni um annað sætið í Austurdeildinni. Þetta var þriðji sigur Bulls-liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Rose gaf einnig 9 stoðsendingar, Joakim Noah var með 19 stig og 11 fráköst og Carlos Boozer bætti við 12 stigum og 10 fráköstum. Andray Blatche skoraði 15 stig í sjötta tapi Washington í röð. Ray Allen skoraði 25 stig og Paul Pierce var með 21 stig þegar Boston Celtics vann 107-102 útisigur á Utah Jazz en þetta var sjötta heimatap Utah-liðsins í röð, lengsta taphrina þess í Salt Lake City síðan 1982. Al Jefferson var með 29 stig og 19 fráköst hjá Utah.Mynd/APGömlu New York mennirnir Raymond Felton og Wilson Chandler skoruðu saman 31 stig þegar Denver Nuggets vann 100-90 sigur á Atlanta Hawks. Denver hefur unnið 3 af 4 leikjum sínum síðan liðið skipti Carmelo Anthony til New York. J.R. Smith skoraði 19 stig fyrir Denver, Felton var með 16 stig, Chandler skoraði 15 stig og Kenyon Martin var með 14 stig og 11 fráköst. Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Marcus Thornton skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á Los Angeles Clippers. Stuðningsmenn Sacramento troðfylltu höllina í aðeins annað skiptið á tímabilinu en það er orðrómur um að eigendurnir ætli að flytja félagið til Anaheim. Stuðningsfólkið kallaði „Hér verðum við" allan leikinn en Kings hafa verið í Sacramento síðan 1985-86 tímabilið. Beno Udrih var með 19 stig fyrir Sacramento en hjá Clippers var Blake Griffin með 27 stig og 12 fráköst og Randy Foye skoraði 23 stig í fimmta tapleik Los Angeles Clippers í röð. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Phoenix Suns 103-104 (framlengt) Washington Wizards-Chicago Bulls 77-105 Denver Nuggets-Atlanta Hawks 100-90 Utah Jazz-Boston Celtics 102-107 Sacramento Kings-Los Angeles Clippers 105-99 NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York. Channing Frye hafði aldrei skorað sigurkörfu á síðustu sekúndunum fyrir þremur dögum en hefur nú tryggt Phoenix sigur tvö kvöld í röð. Frye skoraði þriggja stiga körfu 6,6 sekúndum fyrir leikslok í 104-103 sigri Phoenix Suns í framlengingu á móti New Jersey Nets. Þetta var fyrsti heimaleikurinn hjá Deron Williams síðan að hann kom til New Jersey en Williams átti lokaskot leiksins og klikkaði. „Herra Stórskota-Frye," skaut Grant Hill á Frye þegar Frye var í viðtali eftir leikinn. „Ég var hetjan í gær og hefði verið skúrkurinn í dag. Ég hafði engu að tapa, hafði bara trú á sjálfum mér og reyndi bara að fría mig og ná góðu skoti," sagði Frye sem var aðeins með fjögur stig í leiknum fyrir þetta frábæra lokaskot sitt. Marcin Gortat var með 17 stig fyrir Phoenix, Hakim Warrick skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og Steve Nash bætti við 10 stigum og 15 stoðsendingum. Williams var með 13 stig og 18 stoðsendingar en Nets er búið að tapa sex leikjum í röð og öllum þremur leikjunum síðan að Williams kom til liðsins. Brook Lopez skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Anthony Morrow var með 22 stig.Mynd/APLuol Deng og Derrick Rose skoruðu báðir 21 stig þegar Chicago Bulls vann 105-77 sigur á Washington Wizards en Chicago er nú bara einum leik á eftir Miami Heat í baráttunni um annað sætið í Austurdeildinni. Þetta var þriðji sigur Bulls-liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Rose gaf einnig 9 stoðsendingar, Joakim Noah var með 19 stig og 11 fráköst og Carlos Boozer bætti við 12 stigum og 10 fráköstum. Andray Blatche skoraði 15 stig í sjötta tapi Washington í röð. Ray Allen skoraði 25 stig og Paul Pierce var með 21 stig þegar Boston Celtics vann 107-102 útisigur á Utah Jazz en þetta var sjötta heimatap Utah-liðsins í röð, lengsta taphrina þess í Salt Lake City síðan 1982. Al Jefferson var með 29 stig og 19 fráköst hjá Utah.Mynd/APGömlu New York mennirnir Raymond Felton og Wilson Chandler skoruðu saman 31 stig þegar Denver Nuggets vann 100-90 sigur á Atlanta Hawks. Denver hefur unnið 3 af 4 leikjum sínum síðan liðið skipti Carmelo Anthony til New York. J.R. Smith skoraði 19 stig fyrir Denver, Felton var með 16 stig, Chandler skoraði 15 stig og Kenyon Martin var með 14 stig og 11 fráköst. Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Marcus Thornton skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á Los Angeles Clippers. Stuðningsmenn Sacramento troðfylltu höllina í aðeins annað skiptið á tímabilinu en það er orðrómur um að eigendurnir ætli að flytja félagið til Anaheim. Stuðningsfólkið kallaði „Hér verðum við" allan leikinn en Kings hafa verið í Sacramento síðan 1985-86 tímabilið. Beno Udrih var með 19 stig fyrir Sacramento en hjá Clippers var Blake Griffin með 27 stig og 12 fráköst og Randy Foye skoraði 23 stig í fimmta tapleik Los Angeles Clippers í röð. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Phoenix Suns 103-104 (framlengt) Washington Wizards-Chicago Bulls 77-105 Denver Nuggets-Atlanta Hawks 100-90 Utah Jazz-Boston Celtics 102-107 Sacramento Kings-Los Angeles Clippers 105-99
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira