Viðskipti innlent

Hrafn hættir hjá Landssamtökum lífeyrissjóða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hrafn Magnússon er fráfarandi framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða. Mynd/ ÞÖK.
Hrafn Magnússon er fráfarandi framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða. Mynd/ ÞÖK.
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur tilkynnt stjórn samtakanna að hann hyggist láta af störfum að loknum aðalfundi þeirra í maímánuði næstkomandi. Stjórnin hefur því ákveðið að auglýsa framkvæmdastjórastarfið laust til umsóknar, eftir því sem fram kemur á vef samtakanna.

Hrafn hefur verið framkvæmdastjóri samtaka lífeyrissjóða samfleytt í 36 ár, fyrst hjá Sambandi almennra lífeyrissjóða - SAL frá 1. maí 1975 til ársloka 1998 og síðan hjá Landssamtökum lífeyrissjóða frá því þau tóku til starfa í byrjun árs 1999. Hann verður 68 ára núna sumarið 2011.

Landssamtök Lífeyrissjóða segja að Hrafn hafi ætlað að hætta heldur fyrr, en varð við ósk stjórnar landssamtakanna um að fresta því vegna hruns fjármálakerfisins í október 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×