Ég hef áhyggjur Björn Dagbjartsson skrifar 29. mars 2011 06:00 Fyrir langa löngu lærði ég hrafl úr kvæðinu „Vikivaki" eftir Guðmund Kamban. Í því er meðal annars þetta vísubrot:„Gegn svo mörgu semGuð þeim sendirmenn gera kvíðann að hlífkvíða oft því sem aldrei hendirog enda í kvíða sitt líf." Ég hef oft haft þetta yfir með sjálfum mér þegar ég hef verið áhyggjufullur út af einhverju. En stundum er eins og maður geti ekki varist því að hafa áhyggjur og ég hef áhyggjur út af ýmsu núna. - Ég hef áhyggjur af því að Icesave-frumvarpið kunni að vera fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl vegna lítillar kosningaþátttöku. - Ég hef áhyggjur af þeim lögfræðingasjónleik sem þá fer í gang með tilheyrandi töfrabrögðum. - Ég hef áhyggjur af því að þá munum við Íslendingar halda áfram að vera úti í kuldanum á fjármálamörkuðum heimsins þar sem enginn trúir því að við stöndum við skuldbindingar okkar. - Ég hef áhyggjur af því að þá muni fjölskyldur og vinahópar halda áfram að vera klofnir út af illvígum deilum um þetta ömurlega mál. - Ég hef áhyggjur af því að ritstjórinn sem skrifaði í Morgunblaðið þegar svokölluðum fjölmiðlalögum var vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu er nú einn ötulasti talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslna. - Ég hef áhyggjur af því þegar harðvítugustu andstæðingar forystu Sjálfstæðisflokksins eru þeir sem skrifa Morgunblaðið. - Ég hef áhyggjur af því þegar menn sem ég hef talið sæmilega skynsama kalla það að „standa í lappirnar" að kasta sér út í margra ára dómstólaþras með ófyrirsjánalegum afleiðingum. Innst inni veit ég að enginn getur aukið alin við hæð sína með áhyggjum. Ég á að trúa því að fólk mæti á kjörstað þann 9. apríl. Þó að ekki séu allir hrifnir af því að losa okkur við þetta nöturlega mál á þennan hátt þá er ég sannfærður um að mikill neirihluti manna vill vera laus við þá skelfilega innihaldslausu og oft á tíðum illskeyttu „Já—Nei" umræðu um þetta mál sem hér hefur riðið húsum undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir langa löngu lærði ég hrafl úr kvæðinu „Vikivaki" eftir Guðmund Kamban. Í því er meðal annars þetta vísubrot:„Gegn svo mörgu semGuð þeim sendirmenn gera kvíðann að hlífkvíða oft því sem aldrei hendirog enda í kvíða sitt líf." Ég hef oft haft þetta yfir með sjálfum mér þegar ég hef verið áhyggjufullur út af einhverju. En stundum er eins og maður geti ekki varist því að hafa áhyggjur og ég hef áhyggjur út af ýmsu núna. - Ég hef áhyggjur af því að Icesave-frumvarpið kunni að vera fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl vegna lítillar kosningaþátttöku. - Ég hef áhyggjur af þeim lögfræðingasjónleik sem þá fer í gang með tilheyrandi töfrabrögðum. - Ég hef áhyggjur af því að þá munum við Íslendingar halda áfram að vera úti í kuldanum á fjármálamörkuðum heimsins þar sem enginn trúir því að við stöndum við skuldbindingar okkar. - Ég hef áhyggjur af því að þá muni fjölskyldur og vinahópar halda áfram að vera klofnir út af illvígum deilum um þetta ömurlega mál. - Ég hef áhyggjur af því að ritstjórinn sem skrifaði í Morgunblaðið þegar svokölluðum fjölmiðlalögum var vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu er nú einn ötulasti talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslna. - Ég hef áhyggjur af því þegar harðvítugustu andstæðingar forystu Sjálfstæðisflokksins eru þeir sem skrifa Morgunblaðið. - Ég hef áhyggjur af því þegar menn sem ég hef talið sæmilega skynsama kalla það að „standa í lappirnar" að kasta sér út í margra ára dómstólaþras með ófyrirsjánalegum afleiðingum. Innst inni veit ég að enginn getur aukið alin við hæð sína með áhyggjum. Ég á að trúa því að fólk mæti á kjörstað þann 9. apríl. Þó að ekki séu allir hrifnir af því að losa okkur við þetta nöturlega mál á þennan hátt þá er ég sannfærður um að mikill neirihluti manna vill vera laus við þá skelfilega innihaldslausu og oft á tíðum illskeyttu „Já—Nei" umræðu um þetta mál sem hér hefur riðið húsum undanfarin ár.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun