Viðskipti innlent

FVH veitir þekkingarverðlaunin í ellefta sinn

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) efnir til Íslenska þekkingardagsins, ráðstefnu og verðlaunaafhendingar, fimmtudaginn 24. febrúar. Þemað þetta árið er ESB - áskoranir og tækifæri fyrir atvinnulífið. Jafnframt verða íslensku þekkingarverðlaunin veitt en þrjú fyrirtæki eru tilnefnd, Icelandair, Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samherji.

Í tilkynningu segir að FVH, í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Samtök Iðnaðarins, stendur fyrir ráðstefnu um áhrif aðildar Evrópusambandsins á atvinnumarkað og atvinnulíf á Íslandi. Ætlunin er að skoða hvaða áhrif Evrópusambandsaðild hefur á ákveðna þætti atvinnulífsins og fá fram málefnalega umræðu um þetta mikilvæga mál. Mikið hefur verið rætt um áhrif á sjávarútveg og landbúnað en minna um aðrar atvinnugreinar og lífskjör í landinu.

FVH veitir í ellefta sinn Íslensku þekkingar¬verðlaunin. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda verðlaunagripinn Þekkingarbrunn því fyrirtæki sem skarað hefur fram úr á sviði verðmætasköpunar. Þau fyrirtæki, sem tilnefnd eru til Íslensku þekkingarverðlaunanna í ár, eru Icelandair, Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samherji.

Sérstök dómnefnd sker úr um hvert ofangreindra þriggja fyrirtækja hlýtur Íslensku þekkingar¬verðlaunin. Áður hefur Actavis hlotið verðlaunin þrívegis en hin fyrirtækin, sem hlotið hafa þekkingarverðlaunin, eru Fjarðarkaup, CCP, Össur, Kaupþing, Glitnir, Marel og Íslensk erfðagreining. Jafnframt verður tilkynnt um val á viðskiptafræðingi/ hagfræðingi ársins 2010.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×