NBA í nótt: Óvænt tap Chicago á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2011 09:00 Joakim Noah og Elton Brand, Philadelphia, í leiknum í nótt. Mynd/AP Tvö efstu liðin í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu sínum leikjum í nótt. Efsta liðið, Chicago, tapaði fyrir Philadelphia á heimavelli, 97-85. Þar með lauk fjórtán leikja sigurgöngu Chicago á heimavelli en Philadelphia lagði höfuðáherslu á að gera Derrick Rose, leikmanni Chicago, lífið leitt í leiknum. Rose skoraði að vísu 31 stig í leiknum en tapaði boltanum einnig tíu sinnum. Philadelphia náði undirtökunum snemma í leiknum og náði mest 23 stiga forystu í fyrri hálfleik. Chicago náði að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta en nær komst liðið ekki. Philadelphia missti aldrei tökin og vann að lokum tólf stiga sigur. Thaddeus Young skoraði 21 stig fyrir Philadelphia en alls voru tíu leikmenn í liðinu sem skoruðu minnst tíu stig í leiknum. Þetta var í annað skiptið í röð sem að Philadelphia vinnur Chicago í vetur. Chicago er enn efst í Austurdeildinni en Boston mistókst að saxa á forystu liðsins í nótt þar sem að liðið tapaði fyrir Indiana, 107-100. Miami er svo í þriðja sæti með jafn góðan heildarárangur og Boston en lakari árangur í innbyrðisviðureignum liðanna. Roy Hibbert skoraði 26 stig fyrir Indiana sem er nú í áttunda og síðasta sætinu í Austurdeildinni sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor. Charlotte vann Milwakee, 87-86. Gerald Henderson skoraði síðustu sjö stig leiksins fyrir Charlotte, þar af sigurkörfuna þegar 22 sekúndur voru til leikloka. New York vann Orlando, 113-106, í framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir New York sem er það mesta sem hann hefur skorað fyrir liðið síðan hann kom til liðsins fyrr í vetur. Portland vann San Antonio, 100-92. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Portland en þeir Tony Parker, Manu Ginobili og Tim Duncan voru allir frá vegna meiðsla í liði San Antonio sem er með bestan árangur allra liða í deildinni. Þetta var þó fjórða tap liðsins í röð. Washington vann Utah, 100-95, í framlengdum leik. John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington sem vann aðeins sinn annan leik á útivelli í vetur. NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Tvö efstu liðin í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu sínum leikjum í nótt. Efsta liðið, Chicago, tapaði fyrir Philadelphia á heimavelli, 97-85. Þar með lauk fjórtán leikja sigurgöngu Chicago á heimavelli en Philadelphia lagði höfuðáherslu á að gera Derrick Rose, leikmanni Chicago, lífið leitt í leiknum. Rose skoraði að vísu 31 stig í leiknum en tapaði boltanum einnig tíu sinnum. Philadelphia náði undirtökunum snemma í leiknum og náði mest 23 stiga forystu í fyrri hálfleik. Chicago náði að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta en nær komst liðið ekki. Philadelphia missti aldrei tökin og vann að lokum tólf stiga sigur. Thaddeus Young skoraði 21 stig fyrir Philadelphia en alls voru tíu leikmenn í liðinu sem skoruðu minnst tíu stig í leiknum. Þetta var í annað skiptið í röð sem að Philadelphia vinnur Chicago í vetur. Chicago er enn efst í Austurdeildinni en Boston mistókst að saxa á forystu liðsins í nótt þar sem að liðið tapaði fyrir Indiana, 107-100. Miami er svo í þriðja sæti með jafn góðan heildarárangur og Boston en lakari árangur í innbyrðisviðureignum liðanna. Roy Hibbert skoraði 26 stig fyrir Indiana sem er nú í áttunda og síðasta sætinu í Austurdeildinni sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor. Charlotte vann Milwakee, 87-86. Gerald Henderson skoraði síðustu sjö stig leiksins fyrir Charlotte, þar af sigurkörfuna þegar 22 sekúndur voru til leikloka. New York vann Orlando, 113-106, í framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir New York sem er það mesta sem hann hefur skorað fyrir liðið síðan hann kom til liðsins fyrr í vetur. Portland vann San Antonio, 100-92. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Portland en þeir Tony Parker, Manu Ginobili og Tim Duncan voru allir frá vegna meiðsla í liði San Antonio sem er með bestan árangur allra liða í deildinni. Þetta var þó fjórða tap liðsins í röð. Washington vann Utah, 100-95, í framlengdum leik. John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington sem vann aðeins sinn annan leik á útivelli í vetur.
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira