Egypskt börn í alvarlegri hættu 3. febrúar 2011 16:05 Börnum skal tryggja öruggt umhverfi en misbrestur hefur orðið á því í Egyptalandi að undanförnu Mynd úr safni AFP „Þessi blanda af spennuþrungnu andrúmslofti, pólítískum andstæðingum að mótmæla og vopnum á götunum skapar alvarlega hættu fyrir börn," segir Jane Gibreel, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Egyptalandi. „Við viljum senda skýr skilaboð til allra Egypta um að þeir beri ábyrgð á því að vernda börnin." Barnaheill - Save the Children lýsa yfir miklum áhyggjum af því hvernig börn hafa dregist inn í ofsafengin átök í pólítískum mótmælum síðustu daga. Þessi börn geta særst, bæði andlega og líkamlega, og jafnvel verið í lífshættu. Samkvæmt sjónarvottum, eru sumir þátttakenda í mótmælunum börn og eftir því sem spennan magnast í höfuðborg Egyptalands, Kaíró, aukast líkurnar á því að þau verði fórnarlömb ofbeldis. Ríflega 300 manns hafa verið drepin og þúsundir slasast í mótmælunum undanfarna daga. Ekkert lát virðist á mótmælum beggja hópa, þ.e. fylgismanna og andstæðinga Hosni Mubaraks forseta, og því er hætt við að tala látinna muni enn hækka.12 ára drengir sinna eftirliti Þar sem lögregla hefur lagt niður hefðbundið eftirlit, hafa íbúar tekið höndum saman og sett upp eftirlitsstöðvar til að verja hverfi sín. Barnaheill - Save the Children óttast um öryggi barna sem eru að hjálpa til í baráttunni við glæpagengi. Vitað er um allt niður í tólf ára drengi sem hafa aðstoðað feður sína, bræður og nágranna á næturvöktum til að koma í veg fyrir gripdeildir og aðra glæpi. Þessir drengir eiga á hættu á að verða sjálfir fórnarlömb ofbeldis.Alvarleg sálfræðileg áhrif „Áhrifin á börn sem dragast inn í þessi hræringar geta verið mjög alvarleg, bæði út frá öryggissjónarmiðum og sálfræðilegri velferð þeirra til lengri tíma litið," segir Gibreel. „Allir Egyptar verða að tryggja að börnin þeirra séu eins örugg og mögulegt er á þessum hættutímum." Barnaheill - Save the Children skora á alla hlutaðeigandi í Egyptalandi að tryggja vernd barna gegn þeim hættum sem pólítískur órói veldur. Þá verður að halda áfram verkefnum sem lúta að menntun, afnámi barnaþrælkunar, óeðlilegum búferlaflutningum og aðstoð við nýbura alls staðar í landinu. Þannig verður þeim börnum sem helst þurfa á aðstoð að halda, best hjálpað. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
„Þessi blanda af spennuþrungnu andrúmslofti, pólítískum andstæðingum að mótmæla og vopnum á götunum skapar alvarlega hættu fyrir börn," segir Jane Gibreel, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Egyptalandi. „Við viljum senda skýr skilaboð til allra Egypta um að þeir beri ábyrgð á því að vernda börnin." Barnaheill - Save the Children lýsa yfir miklum áhyggjum af því hvernig börn hafa dregist inn í ofsafengin átök í pólítískum mótmælum síðustu daga. Þessi börn geta særst, bæði andlega og líkamlega, og jafnvel verið í lífshættu. Samkvæmt sjónarvottum, eru sumir þátttakenda í mótmælunum börn og eftir því sem spennan magnast í höfuðborg Egyptalands, Kaíró, aukast líkurnar á því að þau verði fórnarlömb ofbeldis. Ríflega 300 manns hafa verið drepin og þúsundir slasast í mótmælunum undanfarna daga. Ekkert lát virðist á mótmælum beggja hópa, þ.e. fylgismanna og andstæðinga Hosni Mubaraks forseta, og því er hætt við að tala látinna muni enn hækka.12 ára drengir sinna eftirliti Þar sem lögregla hefur lagt niður hefðbundið eftirlit, hafa íbúar tekið höndum saman og sett upp eftirlitsstöðvar til að verja hverfi sín. Barnaheill - Save the Children óttast um öryggi barna sem eru að hjálpa til í baráttunni við glæpagengi. Vitað er um allt niður í tólf ára drengi sem hafa aðstoðað feður sína, bræður og nágranna á næturvöktum til að koma í veg fyrir gripdeildir og aðra glæpi. Þessir drengir eiga á hættu á að verða sjálfir fórnarlömb ofbeldis.Alvarleg sálfræðileg áhrif „Áhrifin á börn sem dragast inn í þessi hræringar geta verið mjög alvarleg, bæði út frá öryggissjónarmiðum og sálfræðilegri velferð þeirra til lengri tíma litið," segir Gibreel. „Allir Egyptar verða að tryggja að börnin þeirra séu eins örugg og mögulegt er á þessum hættutímum." Barnaheill - Save the Children skora á alla hlutaðeigandi í Egyptalandi að tryggja vernd barna gegn þeim hættum sem pólítískur órói veldur. Þá verður að halda áfram verkefnum sem lúta að menntun, afnámi barnaþrælkunar, óeðlilegum búferlaflutningum og aðstoð við nýbura alls staðar í landinu. Þannig verður þeim börnum sem helst þurfa á aðstoð að halda, best hjálpað.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira