Handbolti

Rúnar með fimm mörk í sigri á Björgvin Páli og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Rúnar Kárason skoraði fimm mörk úr fimm skotum þegar Bergischer vann 40-31 sigur á Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Bergischer var 20-13 yfir í hálfleik.

Þetta var langþráður sigur hjá Bergischer-liðinu sem var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Bergischer komst upp úr fallsæti og í 15. sætið með þessum sigri.

Magdeburg vann 5 af fyrstu 6 leikjum sínum en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 8. sæti deildarinnar.

Björgvin Páll Gústavsson var í byrjunarliði Magdeburg en fann sig engan veginn í markinu og varði aðeins 1 af 23 skotum samkvæmt tölfræði þýska handboltasambandsins.

Rúnar skoraði tvö af mörkum sínum hjá Björgvini Páli en öll mörkin hans Rúnars komu á síðustu 37 mínútum leiksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×