Erlent

William og Isabella vinsælust

William og Isabella eru vinsælustu barnanöfn ársins í Danmörku samkvæmt tölfræðiskrifstofu Danmerkur.

Um 61.000 börn fæddust í Danmörku á síðasta ári en 15 þúsund eru enn án nafns.

Susanne Vogt, fræðimaður í Kaupmannahafnarháskóla, sem hefur helgað sig rannsóknum á mannanöfnum, segir í samtali við Söndagsavisen að hún hafi allt eins búist við vinsældum nafnanna. Börn krónprinsanna Friðriks og Jóakims beri þessi nöfn og konungsfjölskyldan sé jafnan góður mælikvarði á tískustrauma.  - þj








Fleiri fréttir

Sjá meira


×