Greinargerð um skuldavanda til umboðsmanns skuldara Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. Ég vissi það auðvitað ekki þá en átti sannarlega eftir að reka mig á það síðar. Ég fæddist inn í félagshyggjufjölskyldu þar sem hagur heildarinnar var látinn ganga fyrir sérhagsmunum einstaklinga og samfélagshugsjónin var höfð í huga við alla ákvarðanatöku. Í þeim jarðvegi ólst ég upp og mótaðist. Ég ólst upp í samfélagi en þurfti að fóta mig fjárhagslega í frjálshyggjuþjóðfélagi þar sem fáir hrifsuðu til sín peningana, skeyttu ekkert um aðra eða samfélagið í heild, skildu þjóðina eftir í sárum og finnst það sjálfsagt. Ég með mitt uppeldi og bakgrunn átti aldrei möguleika á að geta klárað mig fjárhagslega í því græðgis- og sjálftökuþjóðfélagi nýfrjálshyggju og spekúlanta sem ég bý í. Aldrei frá upphafi átti ég möguleika á að klára mig fjárhagslega í þessu þjóðfélagi. Leikreglurnar eru og voru svo andstæðar öllu sem ég stóð og stend fyrir, hugsjónum mínum og trú minni á samfélagið að ég átti um tvennt að velja. Ég gat hent fyrir róða öllu því sem ég trúði á og stóð fyrir og tekið þátt í leiknum með sérhagsmuni mína í fyrirrúmi á kostnað hinna (og ég fékk sannarlega tækifæri til þess) eða haldið í trú mína, sannfæringu, hugsjónir og lífsgildi og orðið undir í peningasamfélaginu. Ég valdi síðari kostinn þó að ég gerði mér fyllilega grein fyrir afleiðingunum. Ég er sátt við sjálfa mig en ósátt við hvernig komið er fram við þá sem ekki tóku þátt í darraðardansinum, gátu ekki eða vildu ekki taka þátt í leiknum, og eru nú SKULDARAR þeirra sem spiluðu og spila ennþá eftir peningaleikreglunum einum. Skuldavandi minn er ekki tilkominn vegna þess að ég hafi verið í spákaupmennsku eða verið að reyna að hagnast óeðlilega í 2007 mínus brjálæðinu. Ég tapaði ekki sýndarpeningum í hruninu. Skuldir mínar eru tilkomnar vegna fjárfestinga í grunnþörfum fjölskyldunnar og menntun og skuldavandinn er vegna þess að skuldirnar hækkuðu óeðlilega í svikamyllu sýndargóðærisins og helstu lánadrottnarnir hafa ekki viljað semja við mig um þessar skuldir í samræmi við greiðslugetu mína. Þeir eru að gæta hagsmuna kröfuhafa að eigin sögn svo þar á ég enga von. Ég á skuldugt heimili, gamlan bíl og aðrar nauðþurftir en ekkert umfram það. Ég á ekki lengur nóga peninga fyrir lánardrottna og kröfuhafa og fyrir það verður mér refsað. Ég ákvað nefnilega að láta hrægamma hrunsins á ofurlaunum ekki ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar eins og margir gera í dag. Líklega endar það á því að peningaöflin taka af mér heimilið, setja mig á götuna og jafnvel í skuldafangelsi, sem ég er reyndar þegar í. Þetta er ég farin að sjá í kringum mig. Þannig eru leikreglurnar og enginn vilji virðist til að breyta þeim. Ég játa mig fúslega sigraða og hef ákveðið að reyna ekki lengur að taka þátt í þessu óréttláta peningaþjóðfélagi og leikreglum þess, en er að leita leiða til að lifa það af fjárhagslega. Spila á siðlaust kerfið til að komast af fjárhagslega eins og margir eru farnir að gera. „Þetta er m.a. ástæðan fyrir aukinni svartri atvinnustarfsemi. Fólk er að leita leiða til að lifa af fjárhagslega, Steingrímur." Orð eins og mannréttindi, grunnþarfir, sanngirni, réttlæti, samábyrgð, samfélag hafa ekkert vægi lengur. Peningaleikreglurnar einar ráða för og forsendurnar eru þeirra. Meðfylgjandi er afrit af löginnheimtu sem er undanfari aðfararbeiðni sem ég fékk þrátt fyrir að ég hafi falið umboðsmanni skuldara að reyna að semja við lánardrottnana og kröfuhafana og sé í svokölluðu skuldaskjóli. Þegar ég fór í skuldaskjól var ég með um 230.000 kr. í vanskilum. Innheimtuþóknunin ein er um 300.000 kr. og dráttarvextirnir 290.000 kr. Fyrir svona vinnu er mönnum borgað allt að 5.000.000 kr., fimm milljónir, í mánaðarlaun meðan lægstu mánaðarlaun eru innan við 200.000 kr., tvö hundruð þúsund krónur. Þetta þykir sjálfsagt og eðlilegt. Þeir síðari missa heimili sín og lenda á götunni í fátækt, bótakerfi og niðurlægingu, meðan þeir fyrrnefndu fá aukin völd og virðingu og halda áfram að setja óviðunandi leikreglur sjálfum sér í hag á kostnað okkar hinna. Fyrir það er þeim umbunað ríkulega. Stjórnvöld horfa ráðþrota og aðgerðalítil á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. Ég vissi það auðvitað ekki þá en átti sannarlega eftir að reka mig á það síðar. Ég fæddist inn í félagshyggjufjölskyldu þar sem hagur heildarinnar var látinn ganga fyrir sérhagsmunum einstaklinga og samfélagshugsjónin var höfð í huga við alla ákvarðanatöku. Í þeim jarðvegi ólst ég upp og mótaðist. Ég ólst upp í samfélagi en þurfti að fóta mig fjárhagslega í frjálshyggjuþjóðfélagi þar sem fáir hrifsuðu til sín peningana, skeyttu ekkert um aðra eða samfélagið í heild, skildu þjóðina eftir í sárum og finnst það sjálfsagt. Ég með mitt uppeldi og bakgrunn átti aldrei möguleika á að geta klárað mig fjárhagslega í því græðgis- og sjálftökuþjóðfélagi nýfrjálshyggju og spekúlanta sem ég bý í. Aldrei frá upphafi átti ég möguleika á að klára mig fjárhagslega í þessu þjóðfélagi. Leikreglurnar eru og voru svo andstæðar öllu sem ég stóð og stend fyrir, hugsjónum mínum og trú minni á samfélagið að ég átti um tvennt að velja. Ég gat hent fyrir róða öllu því sem ég trúði á og stóð fyrir og tekið þátt í leiknum með sérhagsmuni mína í fyrirrúmi á kostnað hinna (og ég fékk sannarlega tækifæri til þess) eða haldið í trú mína, sannfæringu, hugsjónir og lífsgildi og orðið undir í peningasamfélaginu. Ég valdi síðari kostinn þó að ég gerði mér fyllilega grein fyrir afleiðingunum. Ég er sátt við sjálfa mig en ósátt við hvernig komið er fram við þá sem ekki tóku þátt í darraðardansinum, gátu ekki eða vildu ekki taka þátt í leiknum, og eru nú SKULDARAR þeirra sem spiluðu og spila ennþá eftir peningaleikreglunum einum. Skuldavandi minn er ekki tilkominn vegna þess að ég hafi verið í spákaupmennsku eða verið að reyna að hagnast óeðlilega í 2007 mínus brjálæðinu. Ég tapaði ekki sýndarpeningum í hruninu. Skuldir mínar eru tilkomnar vegna fjárfestinga í grunnþörfum fjölskyldunnar og menntun og skuldavandinn er vegna þess að skuldirnar hækkuðu óeðlilega í svikamyllu sýndargóðærisins og helstu lánadrottnarnir hafa ekki viljað semja við mig um þessar skuldir í samræmi við greiðslugetu mína. Þeir eru að gæta hagsmuna kröfuhafa að eigin sögn svo þar á ég enga von. Ég á skuldugt heimili, gamlan bíl og aðrar nauðþurftir en ekkert umfram það. Ég á ekki lengur nóga peninga fyrir lánardrottna og kröfuhafa og fyrir það verður mér refsað. Ég ákvað nefnilega að láta hrægamma hrunsins á ofurlaunum ekki ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar eins og margir gera í dag. Líklega endar það á því að peningaöflin taka af mér heimilið, setja mig á götuna og jafnvel í skuldafangelsi, sem ég er reyndar þegar í. Þetta er ég farin að sjá í kringum mig. Þannig eru leikreglurnar og enginn vilji virðist til að breyta þeim. Ég játa mig fúslega sigraða og hef ákveðið að reyna ekki lengur að taka þátt í þessu óréttláta peningaþjóðfélagi og leikreglum þess, en er að leita leiða til að lifa það af fjárhagslega. Spila á siðlaust kerfið til að komast af fjárhagslega eins og margir eru farnir að gera. „Þetta er m.a. ástæðan fyrir aukinni svartri atvinnustarfsemi. Fólk er að leita leiða til að lifa af fjárhagslega, Steingrímur." Orð eins og mannréttindi, grunnþarfir, sanngirni, réttlæti, samábyrgð, samfélag hafa ekkert vægi lengur. Peningaleikreglurnar einar ráða för og forsendurnar eru þeirra. Meðfylgjandi er afrit af löginnheimtu sem er undanfari aðfararbeiðni sem ég fékk þrátt fyrir að ég hafi falið umboðsmanni skuldara að reyna að semja við lánardrottnana og kröfuhafana og sé í svokölluðu skuldaskjóli. Þegar ég fór í skuldaskjól var ég með um 230.000 kr. í vanskilum. Innheimtuþóknunin ein er um 300.000 kr. og dráttarvextirnir 290.000 kr. Fyrir svona vinnu er mönnum borgað allt að 5.000.000 kr., fimm milljónir, í mánaðarlaun meðan lægstu mánaðarlaun eru innan við 200.000 kr., tvö hundruð þúsund krónur. Þetta þykir sjálfsagt og eðlilegt. Þeir síðari missa heimili sín og lenda á götunni í fátækt, bótakerfi og niðurlægingu, meðan þeir fyrrnefndu fá aukin völd og virðingu og halda áfram að setja óviðunandi leikreglur sjálfum sér í hag á kostnað okkar hinna. Fyrir það er þeim umbunað ríkulega. Stjórnvöld horfa ráðþrota og aðgerðalítil á.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun