Greinargerð um skuldavanda til umboðsmanns skuldara Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. Ég vissi það auðvitað ekki þá en átti sannarlega eftir að reka mig á það síðar. Ég fæddist inn í félagshyggjufjölskyldu þar sem hagur heildarinnar var látinn ganga fyrir sérhagsmunum einstaklinga og samfélagshugsjónin var höfð í huga við alla ákvarðanatöku. Í þeim jarðvegi ólst ég upp og mótaðist. Ég ólst upp í samfélagi en þurfti að fóta mig fjárhagslega í frjálshyggjuþjóðfélagi þar sem fáir hrifsuðu til sín peningana, skeyttu ekkert um aðra eða samfélagið í heild, skildu þjóðina eftir í sárum og finnst það sjálfsagt. Ég með mitt uppeldi og bakgrunn átti aldrei möguleika á að geta klárað mig fjárhagslega í því græðgis- og sjálftökuþjóðfélagi nýfrjálshyggju og spekúlanta sem ég bý í. Aldrei frá upphafi átti ég möguleika á að klára mig fjárhagslega í þessu þjóðfélagi. Leikreglurnar eru og voru svo andstæðar öllu sem ég stóð og stend fyrir, hugsjónum mínum og trú minni á samfélagið að ég átti um tvennt að velja. Ég gat hent fyrir róða öllu því sem ég trúði á og stóð fyrir og tekið þátt í leiknum með sérhagsmuni mína í fyrirrúmi á kostnað hinna (og ég fékk sannarlega tækifæri til þess) eða haldið í trú mína, sannfæringu, hugsjónir og lífsgildi og orðið undir í peningasamfélaginu. Ég valdi síðari kostinn þó að ég gerði mér fyllilega grein fyrir afleiðingunum. Ég er sátt við sjálfa mig en ósátt við hvernig komið er fram við þá sem ekki tóku þátt í darraðardansinum, gátu ekki eða vildu ekki taka þátt í leiknum, og eru nú SKULDARAR þeirra sem spiluðu og spila ennþá eftir peningaleikreglunum einum. Skuldavandi minn er ekki tilkominn vegna þess að ég hafi verið í spákaupmennsku eða verið að reyna að hagnast óeðlilega í 2007 mínus brjálæðinu. Ég tapaði ekki sýndarpeningum í hruninu. Skuldir mínar eru tilkomnar vegna fjárfestinga í grunnþörfum fjölskyldunnar og menntun og skuldavandinn er vegna þess að skuldirnar hækkuðu óeðlilega í svikamyllu sýndargóðærisins og helstu lánadrottnarnir hafa ekki viljað semja við mig um þessar skuldir í samræmi við greiðslugetu mína. Þeir eru að gæta hagsmuna kröfuhafa að eigin sögn svo þar á ég enga von. Ég á skuldugt heimili, gamlan bíl og aðrar nauðþurftir en ekkert umfram það. Ég á ekki lengur nóga peninga fyrir lánardrottna og kröfuhafa og fyrir það verður mér refsað. Ég ákvað nefnilega að láta hrægamma hrunsins á ofurlaunum ekki ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar eins og margir gera í dag. Líklega endar það á því að peningaöflin taka af mér heimilið, setja mig á götuna og jafnvel í skuldafangelsi, sem ég er reyndar þegar í. Þetta er ég farin að sjá í kringum mig. Þannig eru leikreglurnar og enginn vilji virðist til að breyta þeim. Ég játa mig fúslega sigraða og hef ákveðið að reyna ekki lengur að taka þátt í þessu óréttláta peningaþjóðfélagi og leikreglum þess, en er að leita leiða til að lifa það af fjárhagslega. Spila á siðlaust kerfið til að komast af fjárhagslega eins og margir eru farnir að gera. „Þetta er m.a. ástæðan fyrir aukinni svartri atvinnustarfsemi. Fólk er að leita leiða til að lifa af fjárhagslega, Steingrímur." Orð eins og mannréttindi, grunnþarfir, sanngirni, réttlæti, samábyrgð, samfélag hafa ekkert vægi lengur. Peningaleikreglurnar einar ráða för og forsendurnar eru þeirra. Meðfylgjandi er afrit af löginnheimtu sem er undanfari aðfararbeiðni sem ég fékk þrátt fyrir að ég hafi falið umboðsmanni skuldara að reyna að semja við lánardrottnana og kröfuhafana og sé í svokölluðu skuldaskjóli. Þegar ég fór í skuldaskjól var ég með um 230.000 kr. í vanskilum. Innheimtuþóknunin ein er um 300.000 kr. og dráttarvextirnir 290.000 kr. Fyrir svona vinnu er mönnum borgað allt að 5.000.000 kr., fimm milljónir, í mánaðarlaun meðan lægstu mánaðarlaun eru innan við 200.000 kr., tvö hundruð þúsund krónur. Þetta þykir sjálfsagt og eðlilegt. Þeir síðari missa heimili sín og lenda á götunni í fátækt, bótakerfi og niðurlægingu, meðan þeir fyrrnefndu fá aukin völd og virðingu og halda áfram að setja óviðunandi leikreglur sjálfum sér í hag á kostnað okkar hinna. Fyrir það er þeim umbunað ríkulega. Stjórnvöld horfa ráðþrota og aðgerðalítil á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. Ég vissi það auðvitað ekki þá en átti sannarlega eftir að reka mig á það síðar. Ég fæddist inn í félagshyggjufjölskyldu þar sem hagur heildarinnar var látinn ganga fyrir sérhagsmunum einstaklinga og samfélagshugsjónin var höfð í huga við alla ákvarðanatöku. Í þeim jarðvegi ólst ég upp og mótaðist. Ég ólst upp í samfélagi en þurfti að fóta mig fjárhagslega í frjálshyggjuþjóðfélagi þar sem fáir hrifsuðu til sín peningana, skeyttu ekkert um aðra eða samfélagið í heild, skildu þjóðina eftir í sárum og finnst það sjálfsagt. Ég með mitt uppeldi og bakgrunn átti aldrei möguleika á að geta klárað mig fjárhagslega í því græðgis- og sjálftökuþjóðfélagi nýfrjálshyggju og spekúlanta sem ég bý í. Aldrei frá upphafi átti ég möguleika á að klára mig fjárhagslega í þessu þjóðfélagi. Leikreglurnar eru og voru svo andstæðar öllu sem ég stóð og stend fyrir, hugsjónum mínum og trú minni á samfélagið að ég átti um tvennt að velja. Ég gat hent fyrir róða öllu því sem ég trúði á og stóð fyrir og tekið þátt í leiknum með sérhagsmuni mína í fyrirrúmi á kostnað hinna (og ég fékk sannarlega tækifæri til þess) eða haldið í trú mína, sannfæringu, hugsjónir og lífsgildi og orðið undir í peningasamfélaginu. Ég valdi síðari kostinn þó að ég gerði mér fyllilega grein fyrir afleiðingunum. Ég er sátt við sjálfa mig en ósátt við hvernig komið er fram við þá sem ekki tóku þátt í darraðardansinum, gátu ekki eða vildu ekki taka þátt í leiknum, og eru nú SKULDARAR þeirra sem spiluðu og spila ennþá eftir peningaleikreglunum einum. Skuldavandi minn er ekki tilkominn vegna þess að ég hafi verið í spákaupmennsku eða verið að reyna að hagnast óeðlilega í 2007 mínus brjálæðinu. Ég tapaði ekki sýndarpeningum í hruninu. Skuldir mínar eru tilkomnar vegna fjárfestinga í grunnþörfum fjölskyldunnar og menntun og skuldavandinn er vegna þess að skuldirnar hækkuðu óeðlilega í svikamyllu sýndargóðærisins og helstu lánadrottnarnir hafa ekki viljað semja við mig um þessar skuldir í samræmi við greiðslugetu mína. Þeir eru að gæta hagsmuna kröfuhafa að eigin sögn svo þar á ég enga von. Ég á skuldugt heimili, gamlan bíl og aðrar nauðþurftir en ekkert umfram það. Ég á ekki lengur nóga peninga fyrir lánardrottna og kröfuhafa og fyrir það verður mér refsað. Ég ákvað nefnilega að láta hrægamma hrunsins á ofurlaunum ekki ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar eins og margir gera í dag. Líklega endar það á því að peningaöflin taka af mér heimilið, setja mig á götuna og jafnvel í skuldafangelsi, sem ég er reyndar þegar í. Þetta er ég farin að sjá í kringum mig. Þannig eru leikreglurnar og enginn vilji virðist til að breyta þeim. Ég játa mig fúslega sigraða og hef ákveðið að reyna ekki lengur að taka þátt í þessu óréttláta peningaþjóðfélagi og leikreglum þess, en er að leita leiða til að lifa það af fjárhagslega. Spila á siðlaust kerfið til að komast af fjárhagslega eins og margir eru farnir að gera. „Þetta er m.a. ástæðan fyrir aukinni svartri atvinnustarfsemi. Fólk er að leita leiða til að lifa af fjárhagslega, Steingrímur." Orð eins og mannréttindi, grunnþarfir, sanngirni, réttlæti, samábyrgð, samfélag hafa ekkert vægi lengur. Peningaleikreglurnar einar ráða för og forsendurnar eru þeirra. Meðfylgjandi er afrit af löginnheimtu sem er undanfari aðfararbeiðni sem ég fékk þrátt fyrir að ég hafi falið umboðsmanni skuldara að reyna að semja við lánardrottnana og kröfuhafana og sé í svokölluðu skuldaskjóli. Þegar ég fór í skuldaskjól var ég með um 230.000 kr. í vanskilum. Innheimtuþóknunin ein er um 300.000 kr. og dráttarvextirnir 290.000 kr. Fyrir svona vinnu er mönnum borgað allt að 5.000.000 kr., fimm milljónir, í mánaðarlaun meðan lægstu mánaðarlaun eru innan við 200.000 kr., tvö hundruð þúsund krónur. Þetta þykir sjálfsagt og eðlilegt. Þeir síðari missa heimili sín og lenda á götunni í fátækt, bótakerfi og niðurlægingu, meðan þeir fyrrnefndu fá aukin völd og virðingu og halda áfram að setja óviðunandi leikreglur sjálfum sér í hag á kostnað okkar hinna. Fyrir það er þeim umbunað ríkulega. Stjórnvöld horfa ráðþrota og aðgerðalítil á.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun