Hvað er Ramadan? Karim Askari skrifar 9. ágúst 2011 09:30 Ramadan er níundi mánuðurinn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabúar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst. Múslimar fasta ekki til að kvelja sjálfa sig heldur til að temja sér þolinmæði, huga að andlegum verðmætum og hlýðni við Guð í minningu þess að það var í þessum mánuði sem spámaðurinn Múhameð fékk fyrstu vitranir sínar frá Guði, sem skráðar eru sem fyrstu versin í Kóraninum. Í þessum mánuði biðjast múslimar oft meira fyrir en venjulega og eru örlátari í ölmusugjöfum, en gjafir til þeirra sem minna mega sín eru ein af fimm stoðum Íslam, ásamt föstunni, bæninni, trúarjátningunni og pílagrímsferðinni (ef efnahagur leyfir). Föstur þekkjast í mörgum trúarbrögðum í mismunandi myndum. Kaþólska kirkjan breytti nafni Freyjudags eða Frjádags til dæmis hér á landi í föstudaga, en þá áttu menn að halda sig frá kjöti. En eins og áður sagði er fastan aðeinsyfirborðið því kjarninn er leitin inn á við og viðleitni til að ýta frá sér reiði, öfund, losta, ofbeldi og illu umtali en huga þess í stað að því góða og göfuga. Fastan nær þó ekki til allra því börn eru undanskilin, konur með börn á brjósti, ófrískar konur og gamalmenni. Í ár er víst að hugur margra múslima á Norðurlöndum verður við ódæðisverkin í Noregi, sem unnin voru af ótta við Íslam og andúð á múslimum. Þegar fréttir bárust af sprengingunni í Ósló komu strax upp getgátur um að öfgasinnaðir múslimar væru að verki. En þegar hryllingurinn í Útey varð ljós beindist grunurinn að öfgahægrimönnum og svo kom í ljós að morðinginn var heimamaður sem lítur á sig sem kristinn riddara í heilagri krossferð gegn múslimum í Evrópu. Við vitum að brenglaðar hugmyndir morðingjans eiga sér lítinn hljómgrunn meðal víðsýnna og friðelskandi Norðurlandabúa. Við dáumst líka að viðbrögðum Norðmanna sem kristallast kannski best í bréfi Ívars Benjamíns Östebö, sem komst af í Útey, til morðingjans: „Þú sameinaðir fólk um allan heim. Svarta og hvíta, karla og konur, börn og fullorðna, rauða og bláa, kristna og múslima.“ Með stofnun Menningarseturs múslima vonumst við til að geta aukið þekkingu manna á Íslam og gagnkvæma vináttu og skilning manna af ólíkum trúarbrögðum. Í Ramadan reynum við sjálf að verða betri menn og bæta þar með um leið og auðga samfélagið. Að mánuðinum loknum tekur síðan við mesta hátíð okkar, Eid al-Fitr, þegar við gleðjumst saman í þakklæti fyrir allt það góða sem við eigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Ramadan er níundi mánuðurinn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabúar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst. Múslimar fasta ekki til að kvelja sjálfa sig heldur til að temja sér þolinmæði, huga að andlegum verðmætum og hlýðni við Guð í minningu þess að það var í þessum mánuði sem spámaðurinn Múhameð fékk fyrstu vitranir sínar frá Guði, sem skráðar eru sem fyrstu versin í Kóraninum. Í þessum mánuði biðjast múslimar oft meira fyrir en venjulega og eru örlátari í ölmusugjöfum, en gjafir til þeirra sem minna mega sín eru ein af fimm stoðum Íslam, ásamt föstunni, bæninni, trúarjátningunni og pílagrímsferðinni (ef efnahagur leyfir). Föstur þekkjast í mörgum trúarbrögðum í mismunandi myndum. Kaþólska kirkjan breytti nafni Freyjudags eða Frjádags til dæmis hér á landi í föstudaga, en þá áttu menn að halda sig frá kjöti. En eins og áður sagði er fastan aðeinsyfirborðið því kjarninn er leitin inn á við og viðleitni til að ýta frá sér reiði, öfund, losta, ofbeldi og illu umtali en huga þess í stað að því góða og göfuga. Fastan nær þó ekki til allra því börn eru undanskilin, konur með börn á brjósti, ófrískar konur og gamalmenni. Í ár er víst að hugur margra múslima á Norðurlöndum verður við ódæðisverkin í Noregi, sem unnin voru af ótta við Íslam og andúð á múslimum. Þegar fréttir bárust af sprengingunni í Ósló komu strax upp getgátur um að öfgasinnaðir múslimar væru að verki. En þegar hryllingurinn í Útey varð ljós beindist grunurinn að öfgahægrimönnum og svo kom í ljós að morðinginn var heimamaður sem lítur á sig sem kristinn riddara í heilagri krossferð gegn múslimum í Evrópu. Við vitum að brenglaðar hugmyndir morðingjans eiga sér lítinn hljómgrunn meðal víðsýnna og friðelskandi Norðurlandabúa. Við dáumst líka að viðbrögðum Norðmanna sem kristallast kannski best í bréfi Ívars Benjamíns Östebö, sem komst af í Útey, til morðingjans: „Þú sameinaðir fólk um allan heim. Svarta og hvíta, karla og konur, börn og fullorðna, rauða og bláa, kristna og múslima.“ Með stofnun Menningarseturs múslima vonumst við til að geta aukið þekkingu manna á Íslam og gagnkvæma vináttu og skilning manna af ólíkum trúarbrögðum. Í Ramadan reynum við sjálf að verða betri menn og bæta þar með um leið og auðga samfélagið. Að mánuðinum loknum tekur síðan við mesta hátíð okkar, Eid al-Fitr, þegar við gleðjumst saman í þakklæti fyrir allt það góða sem við eigum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar